© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.7.2005 | 14:39 | hbh | Yngri landslið
Tap gegn Grikkjum í fyrsta leik !
U16 drengir léku í dag sinn fyrsta leik í Úrslitakeppni EM á Spáni. Leikið var gegn Grikkjum en fyrirfram mátti búast við erfiðum leik enda er íslenska liðið í gríðarlega sterkum riðli.
Leikurinn fór ekkert of vel af stað og okkar strákar voru sérstaklega í vandræðum sóknarlega enda gríska liðið mun hávaxnara en það íslenska og þeir léku jafnframt sterka vörn. En í stöðunni 22-9 kom góður kafli hjá íslenska liðinu og gerði Arnar Freyr Lárusson td 8 stig á skömmum tíma og áður en menn vissu af var staðan orðin 24-20. Grikkirnir áttu svo lokaorðið í hálfleiknum og gerðu síðustu 8 stigin og staðan í hálfleik 32-20.
Í síðari hálfleik vantaði hins vegar alla grimmd í íslenska liðið. Grikkir skoruðu fyrstu 10 stig hálfleiksins og höfðu því náð að skora 18 stig í röð og þar með var öll spenna farin úr leiknum og þeir bættu í jafnt og þétt í síðari hálfleik og náðu að setja muninn í 41 stig í síðustu sókn sinni.
Sigur Grikkja var helst til of stór, þó vissulega hafi þeir á frábæru liði
að skipa. Íslenska liðið getur þó mun betur og þá sérstaklega sóknarlega.
Það er erfitt að taka einhvern einn úr að þessu sinni en Páll Fannar átti góða rispu í seinni hálfleik rétt eins og Arnar Freyr í þeim fyrri.
Stig Íslands: Páll Fannar Helgason 12, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Arnar Freyr Lárusson 8, Elías Kristjánsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Helgi Björn Einarsson 3 og Atli Rafn Hreinsson 2.
Tölfræði leiksins

Síðar í kvöld er setningarathöfn mótsins en á eftir þeim leik mun íslenska liðið horfa á leik Króata og Rússa, en við mætum einmitt Króötum á morgun kl 14 að íslenskum tíma.

Strákarnir eru staðráðnir í að gera betur í komandi leikjum og senda bestu kveðjur heim á klakann en það má geta þess að hitastigið er nokkuð viðráðanlegt í dag, rétt um 20 stiga hiti og léttskýjað.
Aðstæður eru góðar. Liðið gistir á hóteli sem er gamall kastali og stutt er á keppnisstað.

Bestu kveðjur frá leikmönnum og fararstjórn.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslenska landsliðið áritar plaköt fyrir aðdáendur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið