© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2015 | 0:23 | U16 KK
Frábær sigur á Makedóníu í dag hjá U16KK
Íslensku strákarnir fögnuðu vel sínum fyrsta sigri á EM í Búlgaríu 59-74. Staðan í hálfleik var 23-40 Íslensku strákunum í vil. Nökkvi Már Nökkvason var á eldi í dag með 7/12 í þristum og í heildina 22 stig.

Eftir góðan fund í morgun og æfingu voru drengirnir vel einbeittir í verkefni dagsins sem voru Makedónía, en þeir unnu Portúgali með 10 stiga mun í gær. Meiri kraftur var í öllum aðgerðum og tóku strákarnir frumkvæðið strax í upphafi. Gísli Hallsson fór mikinn í upphafi leiks og varði fjögur skot á skömmum tíma auk þess að raða niður stigum á töfluna. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13-18 Íslend í vil. Gabríel og Nökkvi voru að hitta vel og allir sem komu á gólfið léku mjög vel. Frábær annar leikhluti skilaði liðinu mest 20 stiga forystu 20-40 en síðustu þrjú stig síðari hálfleiks voru Makedóníu og leiddu Íslensku strákarnir með 17 stiga mun 23-40. Í Hálfleik voru Gísli Hallsson með 13 stig og Gabríel Sindri Möller 12. Sigmar Jóhann, Hákon og Gísli voru komnir í villuvandræði í hálfleik.

Þriðji leikhluti var rólegur í stigaskori framan af en Makedóníumenn sigruðu leikhlutann 17-13 og minnkuðu muninn í 40-53. Sigmar Jóhann og Gísli villuðu útaf í leikhlutanum en baráttan í seinni hálfleik harðnaði til muna. Strákarnir stóðust pressuna en hittni Nökkva Má Nökkvasonar hélt strákunum á floti, kappinn smellti niður sjö slíkum í tólf tilraunum, þar af fjórum í lokaleikhlutanum. Lokatölur 59-74.

Tölfræði leiksins


Næsti leikur er á morgun gegn fyrnasterku liði Eistlands, en þeir eru taplausir og hafa sigrað leiki sína með miklum mun í riðlinum. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með honum á heimasíðu mótsins
FIBA U16
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson taka fund fyrir bikarleik Grindavíkur og Snæfells þann 26. nóvember 2006, leik sem jafnframt var 1000. KKÍ leikur Rögnvaldar á ferlinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið