© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2015 | 0:23 | U16 KK
Frábær sigur á Makedóníu í dag hjá U16KK
Íslensku strákarnir fögnuðu vel sínum fyrsta sigri á EM í Búlgaríu 59-74. Staðan í hálfleik var 23-40 Íslensku strákunum í vil. Nökkvi Már Nökkvason var á eldi í dag með 7/12 í þristum og í heildina 22 stig.

Eftir góðan fund í morgun og æfingu voru drengirnir vel einbeittir í verkefni dagsins sem voru Makedónía, en þeir unnu Portúgali með 10 stiga mun í gær. Meiri kraftur var í öllum aðgerðum og tóku strákarnir frumkvæðið strax í upphafi. Gísli Hallsson fór mikinn í upphafi leiks og varði fjögur skot á skömmum tíma auk þess að raða niður stigum á töfluna. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13-18 Íslend í vil. Gabríel og Nökkvi voru að hitta vel og allir sem komu á gólfið léku mjög vel. Frábær annar leikhluti skilaði liðinu mest 20 stiga forystu 20-40 en síðustu þrjú stig síðari hálfleiks voru Makedóníu og leiddu Íslensku strákarnir með 17 stiga mun 23-40. Í Hálfleik voru Gísli Hallsson með 13 stig og Gabríel Sindri Möller 12. Sigmar Jóhann, Hákon og Gísli voru komnir í villuvandræði í hálfleik.

Þriðji leikhluti var rólegur í stigaskori framan af en Makedóníumenn sigruðu leikhlutann 17-13 og minnkuðu muninn í 40-53. Sigmar Jóhann og Gísli villuðu útaf í leikhlutanum en baráttan í seinni hálfleik harðnaði til muna. Strákarnir stóðust pressuna en hittni Nökkva Má Nökkvasonar hélt strákunum á floti, kappinn smellti niður sjö slíkum í tólf tilraunum, þar af fjórum í lokaleikhlutanum. Lokatölur 59-74.

Tölfræði leiksins


Næsti leikur er á morgun gegn fyrnasterku liði Eistlands, en þeir eru taplausir og hafa sigrað leiki sína með miklum mun í riðlinum. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með honum á heimasíðu mótsins
FIBA U16
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrirliði minniboltaliðs ÍR veturinn 1981-1982 skorar fyrir lið sitt í leik í Hagaskóla. Herbert Arnarson hefur komið mikið við sögu í íslenskum körfubolta í gegnum tíðina.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið