© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.8.2015 | 18:01 | U16 KK
Stór skellur gegn Svíum á EM hjá U16KK
Strákarnir léku annan leikinn sinn á EM í Bulgaríu fyrr í dag en þeir máttu þola skell gegn Svíum sem léku við hvurn sinn fingur. Lokatölur 82-42 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-13. Nökkvi Már Nökkvason var stigahæstur í Íslenska liðinu með 13 stig þar af öll í síðari hálfleik.

Leikurinn byrjaði rólega þar sem bæði lið áttu í vandræðum að skora, Gabríel Sindri opnaði stigaskorið en eftir það tóku Svíar yfirhöndina og komust í 13-4 þegar að um 19 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Strákarnir kláruðu sóknina of snemma og Svíar náðu stemmnings þrist á lokasekúndu fyrsta leikhluta og staðan 16-4. Í öðrum leikhluta réðu Íslensku strákarnir ekkert við pressuvörn Svía og bulluðu útí eitt. Ingi Þór og Viðar voru búnir með leikhléin í fyrsta leikhluta og gátu því ekkert stöðvað áhlaup þeirra gulklæddu. Annar leikhluti endaði 30-9 fyrir Svía sem leiddu 46-13. Gísli Hallsson fékk högg á hnéið og lék ekkert í síðari hálfleik.

Þjálfararnir létu vel í sér heyra í hálfleik og vakti það strákanna sem voru hálfsofandi í leik sínum í fyrri hálfleik. Leikmenn voru harðari í sínum átökum í seinni hálfleik og þeir náðu að losa betur um hvorn annan. Seinni hálfleikur tapaðist með 7 stigum 36-29 og var jákvætt að strákarnir hættu aldrei að reyna.

Riðilinn er mjög sterkur sem Íslensku strákarnir eru í, en þrír hörkuleikir eru eftir í riðlinum. Á morgun leika strákarnir gegn Makedoníu sem leiða með níu stigum í hálfleik eftir að hafa lent sjö stigum undir í byrjun leiks. Það er enginn uppgjöf í hópnum og allir að drekka í sig reynslu.

Tölfræði leiksins

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið