© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.8.2015 | 21:27 | elli
U18 karla – Sigur gegn Englendingum og spilað um fimmta sætið
U18 ára landslið karla lagði Englendinga 71:67 í kvöld í leik um hvort liðið myndi leika um fimmta sætið mótsins á morgun. Andstæðingar Íslands verða Ungverjar en Englendingar spila um sjöunda sætið við Georgíu. Svíar og Ísrael tryggðu sér sæti í A deild í kvöld með sigrum í undanúrslitum og leika því til úrslita um gull á morgun. Pólland og Slóvenía leika um bronsið en þrjú efstu liðin fara upp í A deild að ári.

Það verður að segjast einsog er að lokatölur í leik okkar manna gefa engan veginn rétta mynd af leiknum. Strákarnir mættu grimmir og tóku snemma völd og það var í raun fyrir óþarflega marga tapaða bolta í fyrri hálfleik að munurinn var ekki meiri en þrettán stig sem skyldu liðin að en staðan í hálfleik var 37:24 fyrir Ísland.

Í síðari hálfleik náði Ísland mest 19 stiga forystu en algert einbeitingar- og kæruleysi greip um sig í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið tapaði boltanum klaufalega hvað eftir annað. Enskir gengu á lagið og náðu að jafna þegar tvær mínútur voru eftir en íslenska liðið kláraði lokakaflann sterkt og landaði sigri og möguleikanum á að ná fimmta sæti mótsins.

Allt liðið var að leggja í púkkið í kvöld. Sveinbjörn og Sæþór komu með góðar mínútur af bekk og þá voru Ragnar Helgi og Halldór Garðar að leika vel sem og Kristinn. Þórir átti fínar rispur en bakverðirnir okkar áttu óþarflega marga tapaða bolta í þetta sinnið sem hefur alls ekki verið vandamál hjá íslenska liðinu til þessa.

Kristinn Pálsson gerði 18 stig og tók 7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson var með 13 stig og 4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson var með 13 stig, 4 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var svo með 8 stig og 8 fráköst og þá var Sveinbjörn Jóhannesson með 6 stig og 9 fráköst.

Tölfræði leiksins

Eins og áður hefur komið fram meiddist Kári Jónsson gegn Írum í síðasta leik í riðlakeppninni og hann hefur ekki getað leikið með liðinu í milliriðli néheldur í kvöld og lítur út fyrir að þátttöku hans í mótinu sé lokið.

Piltarnir mæta Ungverjum kl 13.45 að íslenskum tíma á morgun og hópurinn er staðráðinn í að vinna þann leik og tryggja fimmta sætið.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn Breiðabliks fagna ægilega eftir frækinn sigur á Valsmönnum í toppbaráttu 1. deildar karla í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið