© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.7.2015 | 21:25 | elli
Frábær síðari hálfleikur í sigri gegn Dönum hjá U18 karla
U18 landslið karla lagði Dani í hörku leik í kvöld í mikilvægum leik i D riðli B deildar Evrópukeppninnar. Danska liðið mætti af miklu krafti í fyrri hálfleikinn og leiddi 29-37 í hálfleik. Íslenska liðið mætti hins vegar með þvílíkan varnarleik í farteskinu í þann síðari þar sem Danska liðið komst ekkert áleiðis.

Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn erfiður og okkar menn frekar mistækir og virkuðu stressaðir, enda svosem vitað að það væri mikið í húfi. Sigurvegari þessa leiks kæmist í lykilstöðu í að vinna sér annað sætið í riðlinum og þar með í baráttu um átta efstu sætin.
Drengirnir mættu aftur á móti með grimmdina í síðari hálfleikinn og allt annar STYRKUR og KRAFTUR í íslenska liðinu. Þriðji leikhlutinn endaði 25-13 og Ísland komið fjórum stigum yfir. Fjórði leikhlutinn var svo bara sýning þar sem vörnin gaf ekkert eftir og Danir gerðu einungis 4 stig meðan það íslenska gerði önnur 25 og lokatölur því 79-54 og Ísland komið í annað sætið í riðlinum.

Það er erfitt að taka einhvern einn út úr íslenska liðinu eftir sigurinn í kvöld. Liðsheildin var aðall liðsins en þeir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson voru stigahæstir með 23 og 21 stig og Kristinn að auki með 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Tryggvi Snær Hlinason var gríðarlega öflugur í teignum og varði fleiri en þessi tvö skot sem eru skráð á hann og átti að auki tröllatroðslu. Breki og Hilmir voru feykiduglegir og þá sérstaklega varnarlega og þá voru þeir Þórir, Ragnar Helgi og Halldór Garðar á útopnu í vörninni í síðari hálfleik auk þess sem þeir nýttu skot sín vel.

Tölfræði leiksins

Íslenska liðið hefur nú leikið þrjá leiki og sigrað tvo og næst á dagskrá er leikur gegn heimamönnum í Austurríki annað kvöld (kl 18:15 að ísl tíma) og á mánudag leika drengirnir svo gegn Írum (kl 16 að ísl tíma). Fókusinn er allur á morgundaginn og þar taka strákarnir stórt skref inn í milliriðil um topp 8 með sigri.

Piltarnir bera góðar kveðjur heim & óska U16 kvenna jafnframt innilega til hamingju með frábæran sigur í C deildinni í Andorra !
ÁFRAM ÍSLAND !
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Strákarnir í U-16 náðu þriðja sætinu á Norðurlandamótinu í Solna í maí 2009. Þeir lögðu Finna að velli 58-64 í leiknum um þriðja sætið. Strákarnir stilltu sér upp fyrir hópmynd strax að loknum sigrinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið