© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.7.2015 | 20:25 | sara | Yngri landslið
U16 kvenna Evrópumeistarar í C-deild 2015


Það var gríðarleg spenna í loftinu í íþróttahöllinni í Andorra fyrir úrslitaleik Íslands gegn Armeníu. Það var sem armenski björninn væri vakinn af værum blundi því það var allt annað að sjá til armenska liðsins í upphafi leiks, en í leik þeirra í gær gegn Möltu. Þær mættu ákveðnar til leiks og gáfu okkur ekkert eftir í fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á að hafa forystu í leikhlutanum, en við komumst yfir með harðfylgi og leiddum 18:15 að honum loknum.

Baráttan hélt áfram í 2. leikhluta en við jukum forystuna og leiddum í hálfleik 33:24. Tríóið með töglin, þær Katla Rún, Dagbjört og Jónína fóru fyrir liðinu í fyrri hálfleik og skoraði 12 stig í hálfleiknum, en þær Karlsdætur 14 stig. Okkar stúlkur voru mun ákveðnari og voru komnar með 12 villur í hálfleik gegn aðeins 2 frá Armeníu.

Í hálfleik fór Margrét þjálfari með hina góðkunnu vísu "Lok, lok og læs og allt í stáli" fyrir stúlkurnar. Þær skildu vísuna og skelltu í lás í 3. leikhluta. Ísland skoraði 19 stig í röð og gerði nánast út um leikinn, en þær Armensku skoruðu ekki í rúmar 7 mínútur í leikhlutanum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir okkar stúlkur sem sigldu í land öruggum sigri 76:39.

Dagbjört og Hera létu til verulega til sín taka í seinni hálfleiknum. Dagbjört var stigahæst í leiknum með 16 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar, Katla Rún var með 15 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar og Hera var með 11 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Leikmaður mótsins, Þóranna Kika var róleg í stigaskorun í leiknum með 2 stig, en hirti 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 5 boltum. Eins og áður komust allar stelpurnar á blað í leiknum og fullyrða má að sigur liðsins á þessu móti var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar.

Þær Dagbjört og Þóranna Kika voru valdar í úrvalslið mótsins og Þóranna Kika var leikmaður mótsins. Frábær árangur hjá íslenska liðinu sem ruddi brautina fyrir næsta u16-lið sem kemur til með að spila ári í B-riðli þar sem fullyrða má að þeir eigi svo sannarlega heima.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslandsmeistarar Breiðabliks 1995.  Aftari röð frá vinstri: Sigurður Hjörleifsson þjálfari, Guðrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Hrefna Hugósdóttir, Elísa Vilbergsdóttir, Unnur Henrysdóttir, Svana Bjarnadóttir, Hanna Kjartansdóttir, Hannes S. Jónsson varaformaður, Sævar Guðbergsson stjórnarmaður og Jóhann Árnason formaður.  Fremri röð frá vinstri: Hildur Ólafsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Penny Peppas, Olga Færseth og Sólveig Kjartansdóttir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið