© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.7.2015 | 21:53 | sara | Yngri landslið
U16 kvenna komnar í úrslitaleik Evrópumótsins í Andorra
Stelpurnar í U-16 eru komnar í úrslit Evrópumótsins í Andorra eftir sigur á Wales. Leikinn byrjuðu Hera, Þóranna, Dagbjört, Katla og Jónína líkt og áður. Leikurinn hófst með körfu frá Wales og staðan 2-0 og liðið undir í fyrsta skipti í mótinu! Eftir þetta var ekki aftur snúið þar sem næstu 18 stig voru Íslands. Staðan í lok fyrsta leikhluta 22-3 fyrir íslenska liðinu. Stelpurnar okkar voru að spila hörku vörn eins og tölurnar sína. Áhersla var lögð á góða maður á mann vörn á hálfum velli, eitthvað sem stelpurnar hafa bætt sig mikið í frá Norðurlandamótinu í vor. Í öðrum leikhluta var sama upp á teningnum þar sem góð vörn skapaði auðveldar körfur. Staðan að loknum öðrum leikhluta 40-8 þar sem Dagbjört Dögg Karsdóttir spilaði frábærlega með 13 stig (6/8 í skotum), 2 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Þóranna Kika Hodge-Carr 8 stig (4/6 í skotum), 5 fráköst og 4 stolnar.

Í seinni hálfleik eins og í öðrum leikjum liðsins var ljóst hvert stefndi. Stelpurnar héldu áfram að bæta í forystuna og leiddu 63-16 eftir þriðja leikhlutann. Leikurinn endaði 86-20 fyrir Ísland og þriðji sigur í höfn og ljóst að úrslitaleikurinn væri framundan.

Þóranna Kika endaði leikinn með 16 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar, 8 stolna og Dagbjört Dögg með 15 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

Eins og tölurnar gefa til kynna þá var um ójafnan leik að ræða. Stelpurnar komu einbeittar til leiks eftir tvo stóra sigra og tvo frídaga í kjölfarið. Allar stelpurnar komust á blað líkt og í leiknum gegn Andorra um daginn og segir það allt um breyddina í liðinu.

Úrslitaleikurinn hjá stelpunum er gegn Armeníu og fer fram á morgun klukkan 18:00 að staðartíma (16:00 á íslenskum tíma). Ef þær sigra hann eru þær orðnar Evrópumeistarar C-riðils í keppni U16 stúlkna 2015.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið