© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.7.2005 | 12:14 | rg
Möguleikar Íslands í Evrópukeppni karla í haust
Nú þegar fer að líða að seinni hluta riðlakeppni B deildar Evrópukeppninnar, þar sem Ísland er í riðli með Danmörku og Rúmeníu er forvitnilegt að kíkja á mörguleika Íslands.
Öll liðin hafa leikið 2 leiki, Danir unnu báða sína leiki og Íslendingar unnu Rúmena.
Ef Danir vinna báða leiki sína sem eftir eru komast þeir áfram úr riðlinum, en aðeins efsta liðið kemst áfram.
Vinni Ísland Danmörku með 10 stigum eða minna og Danir vinna Rúmena komast Danir áfram.
Vinni Ísland Danmörku með 11 stigum eða meira og Rúmenar vinna Dani og Íslendingar vinna Rúmena þá komast Íslendingar áfram.
Vinni Ísland Danmörku með 10 stigum eða minna og Danir tapa fyrir Rúmenum þá kemst Ísland áfram ef þeir vinna Rúmena.
Vinni Ísland Danmörku og Danir tapa fyrir Rúmenum og Rúmenar vinna Íslendina þá eru öll liðin jöfn og þá gildir mismunur skoraðra stiga og fenginna á sig í öllum riðlinum og erfitt að velta þeim möguleika fyrir sér. Í dag eru Danir með 11 stig í plús, en Ísland með 4 í mínus og Rúmenar með 7 í mínus.
Ef Rúmenar vinna báða leiki sína og Danir vinna Íslendinga þá komast Danir áfram.

Sigurvegarinn í riðlinum mætir svo sigurvegara B riðils, þar sem eigast við Slóvakar, Írar, Svisslendingar og Maltverjar, í leik um að komast í A deildina að ári. Eins og staðan er núna hafa Slóvakar unnið alla leiki sína, en þó gætu Írar náð að komast upp fyrir þá með að sigra þá á heimavelli 10. september.

Það er því ljóst, eins og oft áður, að sigrar í báðum leikjum Íslands er það sem skiptir máli og innbyrðisstigaskor getur skipt máli.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og UMFG í íþróttahúsinu við Strandgötu árið 1983.  Pálmar Sigurðsson tekur vítaskot, en andspænis standa Ólafur Þór Jóhannsson, Rafn Benediktsson og Eyjólfur Guðlaugsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið