© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.6.2005 | 10:30 | bl
Úrslitastundin nálgast
Leikur Íslands og Kýpur í dag mun skera úr um það hvor þjóðin vinnur gullið í körfuknattleik karla hér á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Strákarnir fengu frí á æfingu í morgun og munu hvíla sig fram eftir degi, en þá verður fundur og léttur málsverður. Gríðarlegur hugur í er mönnum að standa sig og vinna Kýpur, en það hefur ekki tekist á undanförnum leikum.

Í Kýpurliðinu eru tveir leikmenn fæddir í Bandaríkjunum, Darren Fowlks er annar þeirra. Hann lék 5 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni 1990. Kappinn er því kominn nokkuð til ára sinna en engu síður enn í fullu fjöri. Hinn heitir Jo Jo Garcia, hávaxinn leikmaður sem erfitt er að eiga við í teignum. Þá er aðalbakvörður Kýpur mjög góður, en hann leikur með Saloniki í grísku úrvalsdeildinni.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Kvennalandsliðið fékk óvænt tilboð um æfingaleik í dag, en sá leikur mun fara fram fyrir luktum dyrum. Það er fararstjórnin sem skorað hefur á stelpurnar. Þar verða þær Björg Hafsteinsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð fremstar í flokki ásamt þjálfurum liðsins þeim Ívari Ásgrímssyni og Henning Henningssyni og fl. Ef ekki verður um frekari umfjöllum um leikinn að ræða hér á vefnum þýðir það að fararstjórnin hefur tapað.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Í gær brá kvennalandsliðið á það ráð að kasta KKÍ nælum til skólabarna í stúkunni og fá þau þannig til að styðja við bakið á íslenska liðinu. Fararstjórn karlaliðsins safnar nú saman öllum pinnum og nælum sem í boði eru og hyggst grípa til sama ráðs gegn Kýpur í dag. Þá er von á fjölda íslenskra íþróttamanna á leikinn til að styðja við bakið á strákunum.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Heldur betur hefur hitnað í veðri hér í Andorra frá því hópurinn kom hingað. Í byrjun vikunnar var skýjað og um 20 stiga hita. Í gær var sólskin og 33 stiga hiti og síðdegis kom hitaskúr.


mt: Darryl Lewis Íslandi og Darren Fowlks Kýpur eiga það sameiginlegt að hafa báðir leikið með Grindavík í úrvalsdeildinni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993. Friðrik Ingi Rúnarsson og Ólafur Rafnsson:
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið