S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
31.5.2005 | 8:16 | bl
Glæsileg setningarathöfn
Það var góð stemning í íslenska hópnum sem gekk fyrstur inná á leikvanginn í gærkvöldi. Í kjölfarið kom hver þjóðin á fætur annarri, Lichtenstein, Lúxemborg, Malta, Kýpur, San Marínó, Mónakó og loks gestgjafarnir frá Andorra við mikinn fögnuð fjölmarga áhorfenda sem fylltu leikvanginn. Þar fyrir utan voru einnig fjöldi áhorfenda sem gátu fylgst með athöfninni af svölum húsa sinna. Byggðin hér í Andorra er þannig að húsin er reyst í fjallshlíðum og sum eru nokkuð há til að spara landrými, sem er af skornum skammti hér um slóðir. Þannig gátu hundruðir heimamanna fylgst með athöfninni án þessa að yfirgefa heimili sín. Meðal áhorfenda á athöfninni í gær voru Jacque Rogge formaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch fyrrum formaður sömu nefndar og prinsinn af Andorra. Mikil öryggisgæsla var á leikvanginum og sjá mátti lögreglumenn á húsþökum í nágrenni vallarins að fylgjast með nærliggjandi byggingum með sjónaukum. Íþróttamennirnir voru orðnir nokkuð þreyttir loks þegar athöfninni lauk og fóru rakleiðis á hótelið í hvíld og svefn. Bæði karla og kvennaliðið æfa nú fyrir hádegi í dag og síðan á kvennaliðið leik gegn Andorra í dag kl. 16:30 að íslenskum tíma. Karlaliðið á frí dag, en mun fylgjast grannt með leik Lúxemborgar og Kýpur. Sjá einnig umfjöllun á vef ÍSÍ. Hér má sjá myndir frá setningar athöfninni. Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5 Mynd 6 Mynd 7 Mynd 8 |