© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.4.2005 | 14:00 | bl
Mrsic fer fyrir langskyttunum
Sex leikmenn munu reyna með sér í þriggja stiga skotkeppninni sem haldin verður í tenglum við stjörnuleik FIBA Europe á Kýpur á morgun. Bosníumaðurinn Damir Mrsic leikmaður Fenerbahce fer fyrir skyttunum, en hann sýnir engin ellimerki þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall.

Mrsic gerði gæfumuninn fyrir Fenerbahce í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League, er hann skoraði 37 stig gegn Besiktas. Mrsic var með 26 stig að meðaltali í leikjunum milli tyrknesku liðanna og var með 45% nýtingu í þriggja stiga skotum.

Auk Mrsic taka þeir Marcelo Nicola frá BC Kyiv, Khalid El-Amin frá Besiktas og Shammond Williams frá UNICS Kazan, þátt í þrigga stiga keppninni. Williams var með 47% nýtingu í vetur, Nicola með 43,9% og El-Amin með 35,5%, en var stigahæstur allra keppendanna með 20,4 stig að meðaltali í leik.

Að auki taka tveir heimamenn (frá Kýpur) þátt í keppninni. Panagiotis Serdaris frá Dentalcon Apoel og Nicolas Papadopoulos frá Intercollege Etha Engomi.

Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00 á morgun, en útsendingin á Sýn hefst kl. 15:30. Gaman verður að fylgjast með Jóni Arnóri Stefánssyni í leiknum, en hann mun samkvæmt heimildum kki.is verða í gríðalega góðu formi þessa dagana.


mt: Oscar Torres er í heimsúrvalinu gegn Jóni Arnóri og félögum í stjörnuleik FIBA Europe á morgun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pavel Ermolinskij sækir hér að körfu Georgíumanna sumarið 2006. Íslenska U20 ára liðið tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar það sumarið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið