© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.4.2005 | 9:31 | bl
Torres kemur í stað Ellis í stjörnuleikinn
Oscar Torres leikmaður BC Khimki í Rússlandi mun taka stöðu Andrew Ellis frá Besiktas frá Tyrklandi í heimliðinu í stjörnuleik Evrópu á fimmtudaginn. Ellis er meiddur á ökkla og verður frá keppni næstu þrjár vikurnar.

Torres, sem er 198 sm bakvörður frá Venzúela, átti stórleik í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League þegar hann skoraði 23 stigí 98-80 sigri Khimki á UNICS Kazan og hitti úr 10 af 13 skotum utan af velli.

Khimki hefur ekki áður komist jafn lengt í Evrópukeppni, en liðið mætir Jóni Arnóri og félögum hans í Dynamo St. Petersburg í undanúrslitum keppninnar þann 27. apríl í Istanbul.

Torres er ekki ókunnugur stórkeppnum því hann lék með landsliði Venezúela í heimsmeistarakeppninni í Indianapolis 2002. Hann hefur einnig leikið í NBA-deildinni, nú síðast með Golden State Warriors tímabilið 2002-2003.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og ÍR í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði árið 1983.  Hjörtur heitinn Oddsson sækir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið