© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.7.2015 | 13:00 | Kristinn | Landslið
Landslið kvenna · Æfingamót í Danmörku
Á morgun heldur A-landslið kvenna á æfingamót í Kaupmannahöfn sem haldið er á vegum danska körfuknattleikssambandsins og leikur tvo leiki gegn Danmörku og einn gegn Finnlandi.

Þjálfarar liðsins hafa valið þá 12 leikmenn sem taka þátt í mótinu en þrjár breytingar eru á liðinu frá Smáþjóðaleikunum sem fram fóru hér landi fyrir mánuði síðan. Pálína Gunnlaugsdóttir tekur ekki þátt vegna anna í vinnu og Petrúnella Skúladóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Þá er Hildur Björg Kjartansdóttir erlendis og fær frí frá verkefninu.

Inn koma leikmenn úr æfingahópnum, þær Björg Einarsdóttir, KR og Sandra Lind Þrastardóttir, Keflavík, sem báðar eru nýliðar og Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Breiðablik, sem leikið hefur tvo landsleiki.

Danska sambandið ætlar að vera með bæði lifandi tölfræði og beina útsendingu frá mótinu á netinu á síðunni www.basket.dk/3-Nations-Nordics

Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 3 landsleikir
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 32 landsleikir
Björg Einarsdóttir – KR · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · Nýliði
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 4 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 16 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – CCP Polkwise (á leið til Hauka) · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 54 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Breiðablik · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 2 landsleikir
Margrét Rósa Hálfdanardóttir – Canisius Collage USA / Haukar · Bakvörður · f. 1994 · 177 cm · 9 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Valur · Miðherji · f. 1990 · 186 cm · 26 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · Nýliði
Sara Rún Hinriksdóttir – Canisius Collage USA / Keflavík · Framherji · f. 1996 · 182 cm · 6 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Norrköping Dolphins, Svíþjóð · Framherji f. 1988 · 181 cm · 33 landsleikir

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfarar: Margrét Sturlaugsdóttir og Bjarni Magnússon
Sjúkraþjálfari liðsins er Særún Magnúsdóttir og styrktarþjálfari er Baldur Þór Ragnarsson. Fararstjóri og liðsstjóri er Guðbjörg Norðfjörð.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Mix mótið í körfubolta var haldið sunnudaginn 1. júlí 2007.  Veðrið lék við körfuboltamenn og konur og sáust mörg skemmtileg tilþrif.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið