© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.6.2015 | 10:30 | Kristinn | FIBA
EuroBasket women 2015 · Undanúrslitin í kvöld
Í gær lauk 8-liða úrslitunum á EuroBasket kvenna 2015 með nokkrum hörkuleikjum þar sem úrslitin réðust í lok leikjanna.

Frakkland vann Rússa 77:74 þar sem staðan var jöfn 71:71 þegar innan við mínúta var til leiksloka. Frakkland reyndist sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sæti í undanúrslitunum þar sem þær mæta Spánverjum . Sandrine Gruda, ein af bestu leikmönnum Evrópu, fagnaði afmælisdegi sínum og skoraði 23 stig fyrir Frakka.

Evrópumeistarar Spánar lögðu lið Svartfjallalands í spennuleik með einu stigi 75:74. Alba Torrens, núverandi besti leikmaður Evrópu, átti frábæran leik og varði lokaskot Svartfjallalands. Þær fengu opið færi í lok leiksins og náðu frákastinu en Alba náði að verja síðara skotið og þær spænsku fögnuðu sigri.

Serbía lagði Tyrkland 75:63 og Hvíta Rússland lagði Litháen 68:66.

Liðin sem mætast í undanúrslitum í kvöld:
Serbía - Hvíta Rússland
Frakkland - Spánn

Árangur Serba er athyglisverður en liðið hefur aldrei unnnið til verðlauna á EuroBasket frá því þeir urðu sjálfstæð þjóð og var það síðast 1991 sem Júgóslavar unnu til verðlauna, töpuðu í úrslitaleik fyrir Sovétstúlkum. Hvít-Rússar hafa einu sinni unnið til verðlaun þegar þeir fengu brons á Ítalíu 2007.

Leikur Spánverja og Frakka er endurtekning á úrslitaleik mótsins 2013 þar sem Spánverjar sigruðu með 1 stigi og unnu sinn annan Evrópumeistaratitil og jöfnuðu Frakka í fjölda titla.


Sjá nánar á síðu mótsins: www.eurobasketwomen2015.com.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Jón Arnar Ingvarsson í leik gegn Rúmeníu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið