© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.1.2005 | 13:54 | bl
Líf og fjör í körfunni í Bolungarvík
Í fyrra hófust æfingar í fyrsta skiptið í mjög langan tíma í yngri flokkum í Bolungarvík. Byrjað var með æfingar í minnibolta 10 og 11 ára og æfðu 16-18 krakkar allan veturinn. Keppt var í Fanta-deildinni í minnibolta sem var sérstakt átaksverkefni á Vestfjörðum og tókst gríðarlega vel.

Í vetur eru 10 strákar 11 og 12 ára að æfa auk fjögurra stúlkna. Strákarnir taka þátt í Íslandsmótinu í 7. flokki og eru í D-riðli. Hafa ekki enn unnið leik en markmiðið er að byggja þá upp og búa vel undir framtíðina og gera liðið að stöðugu B-riðils liði eftir tvö ár. Hópurinn er mjög jafn og það hefur sína kosti sem koma vel í ljós síðar á yngriflokka ferlinum. Því miður hefur ekki tekist að útvega stúlkunum næg verkefni vegna fæðar, en þó voru sett saman tvö stúlknalið með KFÍ til að spila æfingaleiki við Hörð frá Patreksfirði fyrr í vetur. Vonir standa til frekara samstarfs við KFÍ hjá stúlkunum. Einnig hafa strákarnir skipst á heimsóknum við KFÍ í 7. flokki í allan vetur og eru þeir æfingaleikir mjög mikilvægir. Samtals eru 24 strákar í 7. flokki hjá UMFB og KFÍ og hugsa menn sér gott til glóðarinnar í framtíðinni með þennan aldursflokk á svæðinu.

Reynt verður að fara af stað með Fanta-deildina nú eftir áramótin eða um leið og fært verður á milli norður- og suðursvæða Vestfjarða. Verkefnið heppnaðist mjög vel síðasta vetur og tókum á milli 60 og 70 krakkar þátt í því frá flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu.

Um þessar mundir eru síðan æfingar að hefjast í minnibolta 10 ára og yngri í Bolungarvík. Er það í rökréttu framhaldi af starfinu sem hófst síðasta vetur. Þjálfari er Sigurvin Guðmundsson og eru æfingar á föstudögum kl. 18 og laugardögum kl. 10.

Það er því heilmikið um að vera í körfunni í Bolungarvík og sannast það enn einu sinni hvað karfan er landsbyggðarvæn og hentar betur smærri byggðarlögum en margar aðrar íþróttagreinar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Erla Reynisdóttir fyrirliði Keflavíkur lyftir Íslandsbikarnum vorið 1998 en það tímabil varð Keflavík einnig bikarmeistari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið