© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.6.2015 | 9:18 | Kristinn | KKÍ, Yngri landslið
U20 karla · Ísland vann stórsigur í gær
Finnur Freyr þjálfari tók samantekt í gær eftir leik liðsins gegn Danmörku en strákarnir í U20 eru á NM.

Íslenska U20 ára lið karla vann stórsigur á danska landsliðinu a Norðurlandamóti U20 í dag.

Eftir sárt tap gegn Svíum i fyrsta leik var íslenska liðið staðráðið að ná í sigur en Danir unnu Finna örugglega i sinum fyrsta leik. Jafnfræði var með liðunum i byrjun en varnarleikur íslenska liðsins þegar a leið og liðið kom sér oft i kjörstöðu til að ná góðri forystu. Tapaðir boltar og klaufaskapur í kringum körfuna sáu til þess að íslenska liðið fór bara með 5 stiga forskot inn í hálfleikinn 33:28.

Með frábærri vörn að vopni tóku íslensku strákarnir öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum. Góð hittni fylgdi í kjölfarið og staðan orðin 63:39 eftir þriðja leikhluta. Leikurinn róaðist i fjórða leikhlutanum og sigldi islenska liðið þægilegum 74:55 sigri í höfn.

Jón Axel var stigahæstur i liði Íslands með 20 stig, 9 fráköst, 7 stolna og 4 stoðsendingar. Dagur Kár var með 18 stig, Pétur Rúnar 12, Brynjar 7, Viðar 6, Hjálmar 5, Tómas 3 og Oddur 3. Eysteinn komst ekki a blað en Kristján spilaði ekki vegna höfuðáverka sem hann hlaut i leiknum gegn Svium og er óljóst með þátttöku hans a mótinu. Oddur hefur einnig lítið getað beitt ser vegna meiðsla.

Þegar einn keppnisdagur er eftir eru öll fjögur liðin með einn sigur og allt opið. Svíar og Danir mætast i fyrri leiknum. Ef Danir vinna þá getur íslenska liðið unnið mótið með sigri en endaði i fjórða með tapi gegn Finnlandi. Hins vegar ef Svíar vinna þá getur íslenska liðið mest náð 2. sætinu með sigri en 3. sætinu með tapi.

Leikurinn gegn Finnlandi fer fram kl. 11.30 að íslenskum tima og verður sýndur beint a netinu hérna: www.youtube.com/user/basketfinland.

Lifandi tölfræði, staða og dagskrá mótsins: Livestatt - U20 Finnlandi
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku stelpurnar á rölti í Amsterdan eftir leik við Holland sumarið 2008. Það er mis mikill áhugi meðal leikmanna að láta mynda sig.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið