© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.8.2004 | 14:05 | hbh
Tap gegn gríðarlega sterku liði Finnlands
Íslensku stelpurnar luku þátttöku á NM kvenna 2004 með tapi gegn sterku liði Finnlands sem virðist vera með sterkasta lið mótsins, 60-77, stelpurnar stóðu sig með miklum ágætum og baráttan var til staðar allan leikinn.

Jafnt var á öllum tölum í fyrsta fjórðungu þangað til staðan var 10-10 um miðbik hans. Finnska liðið náði örlítlu forskoti og leiddu 22-14, þangað til Birna skoraði þriggja stiga körfu er hálf mínúta var eftir. Staðan eftir 1. fjórðung var 23-17 og útlit fyrir spennandi og jafnan leik. Finnar skoruðu fyrstu 10 stig annars fjórðungs og komust í 33-17 og lögðu jarðveginn fyrir sigur sinn í leiknum. Þriggja stiga skot duttu oní hjá Finnum og hraðaupphlaupin gengu vel. Íslensku stelpunum gekk illa að finna körfuna og skoruðu ekki fyrr en 5:30 voru eftir af 2. fjórðungi en þá skoraði Birna þrist. Erla Þorsteins skoraðu stuttu síðar eftir glæsilega stoðsendingu frá Sólveigu. Munurinn varð mestur 18 stig. Finnar voru sterkari í þessum leikhluta og náðu að hrista af sér íslenska liðið sem náði aðeins að klóra í bakkann í lok fjórðungsins sem endaði 46-31, eftir að Finnar hittu úr tveimur vítaskotum er leiktíminn var að renna út.

Þriðji leikhluti var jafn og einkenndist af góðum varnarleik beggja liða. íslenska liði var að komast meir og meir inn í leikinn og náði að minnka muninn í 52-40 eftir að María Ben sem var nýkomin inná skoraði glæsilega körfu um leið og brotið var á henni og hún nýtti vítið sem hún fékk í kjölfarið. Leikhlutinn endaði 10-9 fyrir Finnland sem varð að hvíla tvo af bestu leikmönnum sínum vegna villuvandræða. Staðan að loknum fjórða leikhluta var 56-40. Fjórði leikhluti var einnig jafn en Finnar náðu að halda fengnum hlut og sigruðu að lokum 77-60.

Íslensku stelpurnar sýndu á þessu móti að þær geta fyllilega staðið fyrir sínu gegn þessum þjóðum sem hér kepptu og með örlítilli heppni hefði liðið geta náð í verðlaunasæti á mótinu.

Stigin: Birna Valgarðsdóttir 14, Erla Þorsteinsdóttir 11, Signý Hermannsdóttir 10, Helena Sverrisdóttir 8, Erla Reynisdóttir 7, María Ben Erlingsdóttir 5, Alda Leif Jónsson og Sólveig Gunnlaugsdóttir 2 hvor og Hildur Sigurðardóttir 1.

Mynd: Birna var stighæst gegn Finnum með 14 stig.

Úrslit og tölfræði úr öllum leikjum íslenska liðsins má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fær hér smá aðstoð frá liðsfélaga sínum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur. Stelpurnar voru í Amsterdan að fara etja kappi við Holland. Hver mínúta er  greinilega nýtt í undirbúning.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið