© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.8.2004 | 17:14 | BRG
Tímamótasigur hjá 16 ára liði drengja
Ísland U16 drengja var rétt í þessu að leggja Makedóníu í framlengdum leik, 93-88. Leikurinn var magnaður allan tímann en fyrirfram átti þetta að vera auðveldur sigur hjá Makedónum þar sem þeir eiga að vera A-þjóð en voru sendir niður í B-riðil fyrir að föndra með fæðingarvottorð.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af látum og komst snemma 8 stigum yfir í leiknum. Það dugði skammt og var jafnt eftir fyrsta leikhluta. Ísland leiddi síðan í öðrum leikhluta en Makedónar enduðu hálfleikinn á 3ja stiga körfu og leiddu með tveimur í hálfleik, 38-36. Liðin skiptust síðan á að leiða í seinni hálfleik en Ísland var tveimur stigum yfir í lokin en besti leikmaður Makedóna jafnaði metin með gegnumbroti, en þessi frábæri leikstjórnandi var okkar strákum erfiður og skoraði 40 stig. Ísland fékk 5 sekúndur til að skora sigurkörfuna en 3ja stiga skot frá Brynjari Björnssyni staldraði á hringnum áður en tuðran ákvað að rúlla af körfunni. Þrátt fyrir erfiðan venjulegn leiktíma áttu drengirnir smá eftir til að klára leikinn í framlengingunni þar sem Emil Jóhannsson fór á kostum sóknarlega og Sigurður Þorsteinsson varnarlega.

Hörður Axel Vilhjálmsson 21 (8 frák, 6 stoð), Hjörtur Einarsson 20 (11 frák), Emil Jóhannsson 17 (5 frák), Brynjar Björnsson 16 (12 frák), Sigurður Þorsteinsson 7 (9 frák), Þröstur Jóhannsson 7, Hafþór Björnsson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson (8 frák.)

Með sigrinum er íslenska liðið komið í efsta sæti en á 3 mjög erfiða leiki eftir. Englendingar eru með frábært lið sem inniheldur tvo stráka sem hafa skrifað undir á Spáni og hjá Cinninati haskólanum.

Staðan í B-deildinni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Norðurlandameistararnir við heimkomuna í Leifsstöð. Tekið var á móti öllum hópnum sem fór á NM '09 og U18 liði karla voru veitt blóm í tilefni af árangrinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið