© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2004 | 17:45 | hbh
Góður sigur á Noregi í opnunarleik NM kvenna
Íslenska liðið vann góðan báráttusigur, 77-73, í fyrsta leik Norðurlandamóts kvenna sem haldið er í Arvika í Svíþjóð. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 24 stig á aðeins 25 mínútum.

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 8-1 en norsku stelpurnar komust betur inn í leikinn með því að beita hraðaupphlaupum og komust í 10-17. Staðan var síðan 13-22 fyrir Noreg eftir fyrsta fjórðung. Íslenska liðið kom ákveðið til leiks í öðrum fjórðungi og með ákveðni í vörninni og skynsamlegum sóknarleik komst Ísland yfir og leiddi í hálfleik, 36-35. Leikurinn var jafn í 3ja fjórðungi en stelpurnar yfirhöndina mest allan tímann en tókst þó ekki að ná nema 4-6 stiga forskoti.

Baráttan hélt áfram í síðasta fjórðungnum íslensku stelpurnar héldu forystunni að mestu, en misstu þó norsku stelpurnar framúr sér um miðbik fjórðungsins. Þá hitti besti leikmaður Noregs, Nanna Sand, úr nokkrum skotum í röð og Noregur komst í 65-69. Signý yfirdekkaði Sand eftir þetta og hélt henni niðri það sem eftir lifði leiksins. Stelpurnar skoruðu 6 næstu stig og komust í 73-69 og héldu þeim mun sem eftir lifði leiks og unnu verðskuldað, 77-73.

Ívar Ásgrímsson var ánægður með sigurinn: "Þetta var góður vinnusigur í lokin. Við leiddum mest allan leikinn og náðum aldrei að hrista þær af okkur. Ég var mjög ánægður með karakterinn í lokin, en Norðmenn náðu fjögurra stiga forskoti er 4:30 mín. voru eftir en þá hrukkum við í gírinn og náðum að landa mikilvægum sigri."

Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 24 stig, Signý Hermannsdóttir gerði 12, Birna Valgarðsdóttir skoraði 10 stig, Hildur Sigurðardóttir og Alda Leif Jónsdóttir voru með 9 stig hvor, Erla Þorsteinsdóttir skoraði 8 stig og Sólveig var með 5 stig.

Næsti leikur verður á morgun gegn firna hávöxnu liði Svía kl. 17.30 að íslenskum tíma. Danir unnu Svía, 67-65, í seinni leik dagsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Emilía Sigurðardóttir
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið