© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.7.2004 | 19:47 | Óskar Ó. Jónsson
Íslensku stelpurnar unnu Promotion Cup
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur á Promotion Cup í Andorra með, 81-66 sigri á Lúxemburg í úrslitaleik í kvöld. Lúxemborg var taplaust fyrir leikinn og spilaði stífa og harða pressuvörn allan tímann. Íslenska liðið spilaði skynsamlega, Anna María Sveinsdóttir sýndi mikilvægi sitt í stórum leikjum og Erla Reynisdóttir átti frábæra innkomu þegar Alda Leif Jónsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn og fór í athugun á sjúkrahús. Signý Hermannsdóttir var stigahæst með 20 stig og 10 fráköst, Anna María skoraði 17, 12 þeirra í seinni hálfleik og Erla Reynisdóttir var með 15 stig og 6 stoðsendingar og 100% vítanýtingu (9 af 9).

Íslensku stelpurnar höfðu alltaf frumkvæðið í leiknum, það munaði tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-18, og fjórum stigum í hálfleik, 42-38. Í seinni hálfleik náðu íslensku stelpurnar upp góðu forskoti sem þær héldu út leikinn. Ísland leiddi med 10 stigum eftir þriðja leikhluta, 65-55 og leikinn á endanum med 15 stigum, 81-66.

Þetta er í annað skipti sem íslenska kvennalandsliðið vinnur Promotion Cup en síðast gerðist það fyrir átta árum (1996). Fimm leikmenn íslenska liðsins í dag voru einnig med þá. Það eru: Anna María Sveinsdóttir, Erla Reynisdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Erla Þhorsteinsdóttir. Guðbjörg Norðfjörð, farastjóri nú í Andorra var leikmaður liðsins fyrir átta árum.

Anna María Sveinsdóttir tilkynnti það í leikslok ad þetta væri hennar 60. og síðasti landsleikur og það er óhætt að segja að hún hafi endað með stæl. Anna María skoraði 8 stig í síðasta leikhlutanum sem íslenska liðið vann með fimm stigum, 16-11. Hún tók líka vid bikarnum ásamt Erlu Þorsteinsdóttur fyrirliða, í mótslok. Anna María mun Því ekki spila med liðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð sem hefst 10. ágúst næstkomandi.

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu:
Signý Hermannsdóttir 20 (10 fráköst, 3 varin, hitti úr 9 af 14 skotum, 12 stig í 1. leikhluta)
Anna María Sveinsdóttir 17 (8 af 9 í 2ja stiga skotum)
Erla Reynisdóttir 15 (6 stoðs., 5 fráköst, hitti úr 9 af 9 vítum)
Hildur Sigurðardóttir 12 (8 stoðs., 5 fraköst, 3 stolnir)
Erla Þorsteinsdóttir 8 (hitti úr 3 af 5 skotum og 2 af 2 vítum)
Alda Leif Jónsdóttir 4 (4 fraköst, 2 stoðs., meiddist eftir 13 mín. og 55 sek., var flutt á sjúkrahús en er óbrotinn en mjög aum og sárþjáð.)
Sólveig Gunnlaugsdóttir 3
Birna Valgarðsdóttir 2 (6 fráköst, 3 varin, tók ekki 3ja stiga skot, var 12 af 27 (44%) fyrir leikinn.)

Hægt er að nálgast heildartölfræði liðsins og staka leiki..
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pétur og Jón Arnar Ingvarssynir með föður þeirra Ingvari Jónssyni sem oft er nefndur faðir körfuboltans í Hafnarfirði
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið