© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.7.2004 | 20:26 | Óskar Ó. Jónsson
Óþekkjanlegt lið - átta stiga tap gegn Azerbaidjan
Íslensku stelpurnar fengu skell í þriðja leik sínum á Promotion Cup í Andorra þegar þær töpuðu með átta stigum gegn Azerbaidjan í kvöld. Azerbaidjan komst mest í 30-18 í fyrri hálfleik en tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 30-32. Þrátt fyrir þessa viðvörun í fyrri breyttist lítið til batnaðar í seinni hálfleik og Azerbaidjan hafði tögl og hagldir á leiknum allan tímann. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst með 17 stig, Birna Valgarðsdóttir gerði 13 og Alda Leif Jónsdóttir var með 12.

Íslenska liðið hitti aðeins úr 3 af 23 þriggja stiga skotum, Alda Leif hitti úr 2 af 4 en restin af liðinu aðeins úr 1 af 19. Þá tóku leikmenn Azerbaidjan 23 sóknarfráköst til viðbótar að þær spiluðu langar sóknir sem virtust slá íslensku stelpurnar útaf laginu.

Þad var ljóst á leik íslenska liðsins að stórir sigrar á Skotum (85-44) og Andorra (96-35) höfðu stigið íslenskum stelpunum til höfuðs því thær voru andlausar og nánast óþekkjanlegar í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það eina góða við leikinn er að hann skiptir ekki öllu máli, því ætli stelpurnar sér í úrslitaleikinn þá hefdu þær hvort sem er þurft að vinna Möltu í lokaleiknum í riðlinum á morgun. Malta hefur unnið alla sína leiki og lagði Skota að velli með 18 stiga mun í dag, 57-39.

Staðan eftir leikhlutum:
Eftir fyrsta leikhluta: 14-18
Í hálfleik: 30-32 (Azerbaidjan komst yfir í 18-30)
Eftir þriðja leikhluta: 44-52
Fjórði leikhluti: Íslenska liðið minnkaði muninn í 3 stig, 59-60, og jafnaði leikinn í 62-62. Azerbaidjan vann síðustu 2:30 med 8 stigum, 13-5.

Atkvæðamestar hjá Íslandi í leiknum:
Erla Þorsteinsdóttir 17 (10 fráköst)
Birna Valgarðsdóttir 13 ( 4 stoðs., 3 stolnir)
Alda Leif Jónsdóttir 12 (7 stoðs., 5 fráköst, 3 stolnir)
Sólveig Gunnlaugsdóttir 6 (4 stolnir á 15 mín)
Signý Hermannsdóttir 6 (6 fráköst, 3 varin)
Anna María Sveinsdóttir 5 (10 fráköst, 3 stoðs.)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson tekur við viðurkenningu frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ í tilefni af 1000. leiknum sem Kristinn dæmdi á mótum á vegum KKÍ. Kristinn er aðeins þriðji dómarinn til að ná þessum merka áfanga en kollegar hans Jón Otti Ólafsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa einnig náð að kljúfa 1.000 leikja múrinn.
Leikur nr. 1.000 var viðureign Vals og Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla 4. janúar 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið