© 2000-2019 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.6.2015 | 7:00 | Kristinn | Landslið
Tíundu Smáþjóðaleikarnir hjá íslenska kvennalandsliðinu
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er að taka þátt í tímamótaleikum á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara fram þessa dagana í Laugardalshöllinni.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á liðinu en frítt er á alla viðburði leikanna.

Þetta verður í tíunda sinn sem íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í körfuboltakeppni Smáþjóðaleikanna en íslenska liðið var fyrst með á Kýpur árið 1989.

Það var ekki keppt í körfubolta kvenna fyrir árið 1989 og körfuboltakeppni kvenna féll einnig niður árin 1999, 2001, 2007 og 2011 en gestgjafi hverra leika á möguleika á því að taka út ákveðinn fjölda greina.

Það var ekki keppt í kvennakörfubolta í Liechtenstein 1999, á San Marínó 2001, í Mónakó 2007 og í Liechtenstein 2011.

Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið verðlaun á öllum níu Smáþjóðaleikunum, eitt gull, sex silfur og tvö brons. Eina gullið kom á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1997.

Íslensku stelpurnar hafa alls spilað 27 leiki á Smáþjóðaleikunum og unnið 17 þeirra eða 63 prósent leikja sinna. Liðið mun því spila þrítugasta leikinn sinn á þessum Smáþjóðaleikum.

Það var Kristín Sigurðardóttir sem skoraði fyrstu körfu íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum í tapleik á móti Lúxemborg 17. maí 1989. Kristín, sem lék þarna með ÍS, var líka stigahæst í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum.

Fyrstu þriggja stiga körfu íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum skoraði aftur á móti Margrét Sturlaugsdóttir, þáverandi leikmaðru Keflavíkur og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Margrét skoraði þá sögulegu þriggja stiga körfu í sigri á Mónakó í þriðja leik íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989. Hún skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum sem voru jafnframt þær einu hjá íslenska liðinu á þeim leikum.

Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum:
1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1997 á Íslandi - gullverðlaun
2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull)
2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull)
2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
2015 á Íslandi - ???

Samantekt:
Gull - 1 - (1997)
Silfur - 6 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013)
Brons - 2 - (1991, 2003)

Flest gullverðlaun:
6 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013)
2 - Malta (2003, 2009)
1 - Ísland (1997)

Stelpunar spila við Mónakó í dag fimmtudaginn 4. júní klukkan 17.00 og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní klukkan 13.30.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Georgia Olga Kristiansen er ein fárra íslenskra kvenna sem hafa lagt fyrir sig dómgæslu að einhverju marki.  Hún var áður leikmaður með KR í mörg ár.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið