© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.5.2015 | 10:10 | Stefán | Landslið
Stelpurnar hituðu upp fyrir Smáþjóðaleikana með spennuleik
Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega í framlengingu í æfingaleik á móti meistaraflokki karlaliðs Breiðabliks í gær en íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast í næstu viku.

Breiðabliksstrákarnir unnu leikinn 93-89 eftir að staðan var 75-75 eftir venjulegan leiktíma.

Guðbjörg Sverrisdóttir tryggði íslensku stelpunum framlengingu þegar hún jafnaði metin rétt fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá stóru systur sinni Helenu Sverrisdóttur. Pálína Gunnlaugsdóttir hafði áður minnkað muninn í tvö stig með laglegri þriggja stiga körfu.

Breiðabliksliðið var með fimm stiga forskot í hálfleik, 38-33, og var níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-52.

Þetta var kjörið tækifæri fyrir íslensku stelpurnar að fá tækifæri til að spila leik í Laugardalshöllinni þar sem allir leikir íslenska liðsins fara fram.

Stelpurnar hituðu ekki bara upp skotin sín og sendingarnar því þær tékkuðu líka aðeins á taugunum á æsispennandi lokamínútum leiksins.

Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 12 stig.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 8 stig áður en hún meiddist á ökkla en hún verður vonandi búin að ná sér fyrsta leikinn á Smáþjóðaleikunum sem er á móti Möltu á þriðjudaginn kemur.

Guðbjörg Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir skoruðu báðar 7 stig og þær Ragnar Margrét Brynjarsdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir voru með sex stig hvor. Sara gaf einnig þrjár stoðsendingar og Ragna Margrét var með fimm fráköst.

Fimmtán leikmenn tóku þátt í leiknum en þær Sandra Lind Þrastardóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir og Auður Ólafsdóttir voru allar í búning og komu við sögu í leiknum. Allar þrjár eru fyrir utan tólf manna hópinn en eru tilbúnar ef eitthvað óvænt gerist.

Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er þriðjudaginn 2. júní á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Lelystad í Hollandi v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1999.  Þjálfarar liðsins þeir Jón Kr. Gíslason og Friðrik Ingi Rúnarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið