© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.6.2004 | 10:06 | ss
Detroit Pistons eru NBA-meistarar
Detroit Pistons urðu í nótt NBA-meistarar í körfuknattleik í þriðja sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn í 14 ár þegar þeir lögðu LA Lakers í fimmta leik úrslitarimmunnar 100-87 og samtals 4-1. Pistons komu mörgum spekingum á óvart með nokkuð öruggum sigri í einvíginu, en að loknum leiknum í nótt var Chauncey Billups valinn maður úrslitakeppninnar.

Fyrirfram voru Lakers taldir líklegri til afreka í úrslitum NBA, en annað kom heldur betur á daginn. Pistons létu vita hressilega af sér með sigri í fyrsta leiknum í Los Angeles, Lakers svöruðu með sigri í framlengdum öðrum leik en síðan ekki söguna meir. Detroit vann þrjá leiki í röð á heimavelli, alla með nokkuð sannfærandi hætti, og tryggði sér þar með titilinn í fyrsta sinn síðan 1990.

Chauncey Billups var eins og áður segir valinn maður úrslitakeppninnar og smellti sér þar með í hóp þeirra Joe Dumars og Isiah Thomas sem einu leikmenn Detroit Pistons sem hlotnast hefur þessi heiður. Sigur Detroit í NBA er þó sigur liðsheildarinnar; Rasheed Wallace og Ben Wallace áttu hvern stórleikinn á fætur öðrum, Richard Hamilton lagði sitt til málanna þótt hann hafi ekki verið jafn áberandi í úrslitunum og hann var í fyrri umferðum og Tayshaun Prince sýndi og sannaði að sú ákvörðun Larry Brown að færa hann af bekknum og í byrjunarliðið var hárrétt. Ekki má gleyma bekkverjunum Corliss Williamson, Elden Campbell, Mehmet Okur, Lindsay Hunter og Mike James, allir lögðu þeir sitt af mörkum.

Þjálfari Detroit Pistons, Larry Brown, hefur löngum verið talinn einn færasti þjálfarinn í NBA, en hann náði þeim merka áfanga í nótt að verða fyrsti þjálfarinn sem unnið hefur bæði háskólatitil og NBA-titilinn. Háskólatitilinn vann Brown með Kansas árið 1988, með Danny Manning sem besta mann liðsins, og nú bætti hann NBA-titlinum í safnið.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.  Hópurinn við styttu af Macariosi erkibiskupi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið