© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.5.2004 | 19:38 | söa
Þrjú lið í úrslit á NM
Þrjú unglingalandslið eru komin í úrslitaleik á NM unglingalandsliða í körfuknattleik sem haldið er í Solna í Svíþjóð, U-16 karla og kvenna og U-18 karla. Unglingalandsliðin léku við Norðmenn í dag og unnu tvo leiki en töpuðu tveimur.

U-16kv
Ísland – Noregur 84-39 (30-5, 52-19, 69-29, 84-39)
Stúlknalandsliðið lék sér að stöllum sínum frá Noregi í kvöld og höfðu mjög auðveldan 45 stiga sigur. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi, aðeins hversu stór íslenski sigurinn yrði. Allar tólf stúlkurnar spiluðu í leiknum og komust allar á blað. Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna með 15 stig (1 varið, 2 stolnir á 17 mínútum), Helena Sverrisdóttir skoraði 13 stig (8 fráköst, 4 stoðsendingar, 7 stolnir á 11 mínútum), Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 12 stig (4 fráköst, 6 tapaðir, 1 varið), Linda Stefanía Ásgeirsdóttir skoraði 8 stig (3 tapaðir, 2 stolnir), María Ben Erlingsdóttir og Ragnheiður Theodórsdóttir (3 tapaðir, 1 varið) skoruðu 6 stig hvor, Bára Bragadóttir og Guðrún Harpa Guðmundsdóttir skoruðu 5 stig hvor, Bára Fanney Hálfdánardóttir (8 fráköst), Ingibjörg Vilbergsdóttir (6 stoðsendingar, 2 stolnir) og Margrét Kara Sturludóttir (4 fráköst) skoruðu 4 stig hver og Ingibjörg Skúladóttir skoraði 2 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolnir).

U-18kv
Ísland – Noregur 36-50 (13-17, 21-29, 27-38, 36-50)
Stúlkurnar léku vel framan af og leit út fyrir jafnan leik. Hins vegar dró í sundur þegar leið á leikinn og norsku stúlkurnar sigruðu nokkuð örugglega, 50-36. Erna Rún Magnúsdóttir skoraði mest íslensku stúlknanna 14 stig, Eva Dís Ólafsdóttir skoraði 8 stig, Petrúnella Skúladóttir skoraði 6 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir og Svanhvít Skjaldardóttir skoruðu 3 stig hvor og Þóra Árnadóttir skoraði 2 stig.

U-18ka
Ísland – Noregur 105-99 (27-29, 53-47, 79-74, 105-99)
Það var hraður og skemmtilegur leikur sem U-18 ára landslið Íslands og Noregs buðu upp á í kvöld. Íslensku strákarnir byrjuðu mjög vel undir styrkri stjórn Pavels Ermolinskij, en hann gaf 8 stoðsendingar á fyrstu 7 mínútum leiksins. Norðmenn rifu sig svo upp og leikurinn var nokkuð jafn eftir það, þó Íslendingar hafi jafnan verið á undan að skora. Það fór svo að lokum að Íslendingar unnu leikinn 105-99. Kristján Rúnar Sigurðsson var stigahæstur íslensku drengjanna með 27 stig, Jóhann Árni Ólafsson (7 fráköst, 7 stoðsendingar) og Magnús Pálsson (4 stoðsendingar) skoruðu 18 stig hvor, Ólafur Halldór Torfason skoraði 14 stig (4 fráköst), Davíð Páll Hermannsson skoraði 12 stig (5 fráköst), Finnur Atli Magnússon skoraði 5 stig (4 fráköst), Pavel Ermolinskij skoraði 4 stig (6 fráköst, 8 stoðsendingar), Jón Gauti Jónsson skoraði 3 stig og Brynjar Þór Kristófersson og Tryggvi Pálsson skoruðu 2 stig hvor.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jakob Örn Sigurðsson og Baldur Ólafsson fagna hér ásamt liðsfélögum sínum í KR eftir að hafa unnið Poweradebikarinn 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið