© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.3.2004 | 13:00 | bl
Dijon í góðum málum
Franska félagið Dijon, sem sló Keflvíkinga út í úrslitakeppni bikarkeppni Evrópu, er í góðum málum þessa dagana. Liðið sigraði nýlega í bikarkeppni átta efstu liða frönsku A-deildarinnar og liðið sigraði einnig í vesturdeild bikarkeppni Evrópu.

Dijon mætti Le Mans í úrslitaleik frönsku "Semaine des Aces" bikarkeppninnar, sem er ekki ósvipum Hópbílabikarnum hjá okkur hér á Íslandi. Í 8-lið úrslitum, sem fram fóru á föstudegi, sigraði Dijon lið Villeurbanne 75-73 og daginn eftir lagði liðið Nancy 79-77. Í úrslitaleiknum á sunnudegi mætti Dijon liði Le Mans. Ekki blés byrlega fyrir Dijon í úrslitaleiknum því liðið var undir 60-53 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. En Dijon gerði síðustu níu síðustu stigin í leiknum og tryggði sér sinn fyrsta stóra bikar í sögu félagsins með 62-60 sigri. Þess má geta að Le Mans er í 2. sæti frönsku 1. deildarinnar, á meðan Dijon er í 6. sæti.

Eftir sigurinn á Keflavík í vesturdeild bikarkeppni Evrópu komst Dijon í úrlitaleik deildarinnar. Þar mætti félagið portúgalska félaginu Atletico Queluz. Dijon knúði fram sigur í framlengdum leik og skoraði 126 stig í leiknum, sem er það mesta sem nokkurt félag hefur skorað í öllum Evrópumótunum á vegum FIBA í ár.

Framundan eru því fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar með þátttöku sigurvegara deildanna fjögurra. Dijon mætir tyrkneska liðinu Tuborg Pilsener, sem sigraði í suðurdeildinni. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast, sigurvegari miðdeildarinnar, Mitteldeutscher frá Þýskalandi og Dynamo Moscow frá Rússlandi, sem sigraði í norðurdeildinni. Undanúrslitin fara fram 27. mars og úrslitaleikurinn daginn eftir.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og ÍR í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði árið 1983.  Hjörtur heitinn Oddsson sækir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið