© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.2.2004 | 12:07 | bl
Lokaleikir deildarinnar í sjónmáli
Í kvöld líkur 20. umferð Intersport-deildarinnar með leik UMFG og Hamars og á sunnudag og mánudag fer fram 21. og næsta síðasta umferð deildarinnar.

Snæfell getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í deildinni á sunnudaginn er liðið tekur á móti Haukum í Stykkishólmi. Aðrir leikir á sunnudagskvöld eru Haukar - KR, ÍR - UMFG, UMFN - KFÍ og Breiðablik - Tindastóll. Keflavík tekur síðan í móti Þór Þ. á mánudagskvöld.

Eftir leiki gærkvöldsins er ljóst að Þór Þ. og Breiðablik verða að vinna báði þá leiki sem þau eiga eftir og treysta þar að auki á að KFÍ tapi sínum leikjum, til að bjrgar sér frá falli. Þó er ljóst að bæði félögin geta ekki bjargað sér. ÍR getur hvorki fallið né komist í úrslitakeppnina og því er ljóst hvaða átta félög skipa hana. Aðeins er óljóst hverjir mæta hverjum.

Lokaumferð deildarinnar verður síðan fimmtudaginn 4. mars.

Í 1. deild karla getur Skallagrímur tryggt sér deildarmeistaratitil með sigri á Stjörnunni í kvöld. Leikurinn fer fram í Borgarnesi kl. 19:15. Á sama tíma mætast Þór Ak. og Valur í Höllinni á Akureyri, en Valsmenn heygja nú harða baráttu við Fjölni um annað sætið í deildinni. Ármann/Þróttur hefur þegar tryggt sér fjórða sæti deildarinnar. Á laugardag mætast síðan Höttur og ÍG kl. 15:00 og Selfoss og Fjölnir kl. 16:00.

Keflavík hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deild kvenna og fær bikarinn afhentan í næsta heimaleik sínum. Aðeins einn leikur er í 1. deild kvenna um helgina, en UMFG mætir ÍR, sem þegar er fallið í 2. deild, kl. 17:15 á morgun í Grindavík.

Auk þeirra deildarleikja sem taldir hafa verið upp eru fjölmargir leikir á dagskrá í 2. deild karla og kvenna um helgina. Síðast en ekki síst eru þrettán fjölliðamót yngri flokka á dagskrá. Í 11. flokki karla er leikið á Hlíðarenda og Seljaskóla í Reykjavík og í Vogum á Vatnsleysuströnd. í 8. flokki karla eru mót í Keflavík, Hafnarfirði, Grindavík og Vogum. í 9. flokki kvenna leikið í Njarðvík, Hafnarfirði og Hveragerði og í minnibolta kvenna fara fram mót á Flúðum, í Hagaskóli í Reykjavík og í Keflavík.

Sem sagt fjörug körfuboltahelgi framundan. Góða skemmtun!
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurlið Fjölnis á Landsmóti U.M.F.Í. sem fór fram í Kópavogi sumarið 2007. Fjölnir lagði Keflavík að velli í úrslitaleik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið