© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.2.2004 | 13:40 | bl
Heyrnarlaus kona dæmir í NCAA
Hin heyrnarlausa, Marsha Wetzel, hefur verið skipuð sem dómari í 1. deild kvennakörfuboltans í bandarísku háskólakeppninni (NCAA Div. 1). Hún er fyrsta heyrnarlausa konan sem velst til þess starfa. Hún hefur einnig verið valin til að dæma í Patriot-deildinni fyrir konur, sem og Atlantic 10 háskóladeildinni.

Marsha Wetsel er hámenntuð á sviði íþrótta og kennslu heyrnarlausra. Hún var leikmaður á árum áður og lék meðal annars með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum heyrnarlausra árið 1985 og 1989. Hún var einnig þjálfari og var meðal annars valinn þjálfari ársins þegar hún þjálfaði lið heyrnarlausra stúlkna frá Washington DC.

Að sögn kunnugra á Marsha ekki í neinum vandræðum með samskipti við þjálfara í leikjum. Hún hefur yfirleitt táknmálstúlk með sér í leiki, en sé hann ekki til staðar er notast við skrifblokk við samskiptin.

Auk þess að dæma leiki í 1. deild háskólaboltans og í Patriot-deildinni, þá dæmir Marsha í 3. deild háskólakeppninnar og í leikjum menntaskólaliða. Marsha starfar, auk þess að dæma, hjá stofnun sem sér um menntunar og íþróttamál heyrnarlausra og heyrnarskertra nemanda.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Kr. Gíslason er hér við það að smella niður þrist en Sigurður Elvar Þórólfsson er til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið