S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
26.3.2015 | 11:54 | Kristinn | 1. deild karla
1. deild karla · Úrslitakeppnin hefst í kvöld
Í kvöld er komið að upphafi úrslitakeppni 1. deildar karla 2015. Höttur varð deildarmeistari og fer beint upp í Domino's deildina að ári. Næstu fjögur lið, lið í sætum 2.-5. keppa fjögurra liða úrslitakeppni um eitt laust sæti að auki í deild þeirra bestu á næsta ári. Leikið er heima og að heiman til skiptis þar til lið hefur unnið tvo leiki. Þau lið sem fara áfram í úrslit leika aftur eins og að nýju þarf tvo sigurleiki til að tryggja sér sigur í úrslitunum. Leikir kvöldsins Hamar-ÍA (Leikur 1) Hamar hafnaði í 2. sæti og leikur gegn ÍA sem urðu í 5. sæti. Leikurinn fer fram í Hveragerði og hefst kl. 19.15. Sýnt verður beint frá leiknum á Hamar-TV: www.hamarsport.is FSu-Valur (Leikur 1) FSu höfnuðu í 3. sæti og leika gegn Val sem varð í 4. sæti. Leikurinn fer fram í Iðu á Selfossi og hefst kl. 19.15. Allir leikir í úrslitakeppninni verða að venju í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. |