© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.1.2004 | 15:30 | bl
Vítahittni Jakobs réð úrslitum
Birmingham Southern College sigraði Liberty á heimavelli sínum 67-63 í Big South-deild bandarísku háskólakeppninnar (NCAA Div. I) í gærkvöldi. Það var íslenski landsliðsmaðurinn Jakob Sigurðarson sem tryggði BSC sigurinn með því að hitta úr fjórum vítaskotum á síðustu 34 sekúndum leiksins.

BSC hafði 11 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þegar flautað var til leikhlés var staðan 37-31. Leikurinn var síðan mjög spennandi í lokin en Jakob, sem er á lista yfir hittnustu leikmenn 1. deildarinnar í Bandaríkjunum, brást ekki bogalistin þegar á reyndi.

Jakob skoraði 18 stig í leiknum, var með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hitti afar vel, var með fimm skot ofan í af átta, hitti úr báðum 3ja stiga skotum sínum og öllum sex vítaskotunum.

BSC mætir Winthrope á morgun, en sá skóli var fyrir tímabilið talinn líklegur til að gera tilkall til efsta sætis Big South-deildarinnar. Til gamans má geta þess að leikurinn verður sýndur í sjónvarpi um öll suðurríki Bandaríkjanna á sjónvarpsstöðinni Fox Sports Net South.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.  Hópurinn við styttu af Macariosi erkibiskupi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið