© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.1.2004 | 10:27 | bl
Saras íþróttamaður ársins í Litháen
Sarunas "Saras" Jasikevicius körfuknattleiksmaður með Maccabi Tel Aviv í Ísrael og landsliði Litháen hefur verið valinn íþróttamaður ársins í Litháen. Hann er aðeins annar körfuknattleiksmaðurinn í sögunni til að hljóta þessa viðurkenningu þar í landi, en Arvydas Sabonis var valinn árið 1996.

Saras vann fjölda viðurkenninga á árinu, en hæst ber Evrópumeistaratitilinn sem hann vann með landsliði Litháen í Svíðþjóð. Þar var hann einnig valinn besti leikmaður keppninnar. Þá var hann valinn besti evrópski leikmaðurinn af ítalska tímaritinu Superbasket og besti leikmaður heims af áhorfendum sjónvarpsstöðvarinnar Eurosport.

Að launum hlaut Saras veglega styttu, auk þess sem hann fékk BMW bifreið.

Saras mun á þessu ári gera atlögu að gulli á Ólympíuleikunum í Aþenu ásamt félögum sínum í landsliðinu, sem hefur orðið að sætta sig við bronsverðlaun á þrem síðustu leikum. Á síðustu leikum var liðið nálægt því að sigra Bandaríkin og því verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist í Aþenu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð U-20 ára landsliðs karla til Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið