© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2003 | 21:56 | óój
26 stiga sigur á Catawba College í kvöld
Íslenska karlalandsliðið vann 26 stiga sigur á Catawba College í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í kvöld, 99-73, eftir að íslenska liðið hafði verið einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta, 22-23 og átta stigum yfir í hálfleik, 45-37. Íslenska liðið gerði út um leikinn í þriðja leikhluta sem vannst, 29-11. Friðrik Stefánsson skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Íslandi og Brenton Birmingham var með 18 stig, 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Helgi Már Magnússon, Íslendingurinn í liði Catawba var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 11 stig auk þess að taka fimm fráköst.

Hjá íslenska liðinu var Friðrik Stefánsson var óstöðvandi undir körfunni, nýtti 10 af 11 skotum sínum, skoraði 21 stig, tók 11 fráköst, varði 3 skot og gaf 3 stoðsendingar. Brenton Birmingham var með 18 stig, 7 stoðsendingar og 7 fráköst en nýtti þó aðeins 5 af 16 skotum og tapaði 5 boltum. Magni Hafsteinsson átti mjög góðan alhliða leik með 13 stig, 5 stoðsendingar, 4 varin skot, 4 stolna bolta og 4 fráköst og Gunnar Einarsson skoraði öll 11 stigin sín í þriðja leikhluta þegar íslenska liðið gerði út um leikinn en Gunnar varði þá einnig þrjú skot og spilaði mjög góða vörn. Þá áttu þeir Jón Nordal Hafsteinsson (8 stig, 7 fráköst, 4 stolnir, 3 varin á 22 mín.) og Skarphéðinn Ingason (8 stig og 5 stoðs. á 15 mín.) mjög góða innkomu í leikinn. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 9 stig, Páll Axel Vilbergsson var með 8 stig, Lárus Jónsson gerði 3 stig en Sigurður Þorvaldsson var sá eini í íslenska liðinu sem komst ekki á blað.

Helgi Már Magnússon, Íslendingurinn í liði Catawba, var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 11 stig auk þess að taka fimm fráköst. Helgi hitti aðeins úr 3 af 10 skotum og tapaði 5 boltum í leiknum. Stigahæsti leikmaður liðsins var Jolly Manning með 20 sitg auk þess að taka 10 fráköst (6 í sókn) og Bretinn Andy Thomsson skoraði 14 stig á 18 mínútum og nýtti 6 af 9 skotum sínum ( 2 af 3 þriggja) en hann er 2,05 metrar á hæð.

Það munaði miklu um hraðaupphlaupin í þessum leik því íslenska landsliðið skoraði 39 stiga sinna upp úr hröðum sóknum gegn aðeins tíu slíkum stigum hjá Catawba. Catawba tapaði alls 24 boltum (22 tapaðir boltar á leikmenn + 5 sekúndur og 8 sekúndur) og íslenska liðið nýtti sér þessi mistök þeirra vel með auðveldum körfuum hinum meginn. Catawba-liðið tók hinsvegar 19 sóknafráköst og skoraði 16 stig úr sóknum þar sem þeir fengu annan möguleika.

Á morgun verður síðari leikur liðanna leikinn í Þorlákshöfn og hefst hann klukkan 19:15 en þá mun allt annað íslenskt landslið mæta til leiks og reyna sig gegn Catawba.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stjórnarmenn í körfuknattleiksdeild Hauka, þeir Ásgrímur Ingólfsson og Skúli Valtýsson, með íslandsbikarinn í kjölfar sigurs Hauka 1988.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið