© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.2.2015 | 13:00 | Kristinn | Bikarkeppni KKÍ
Poweradebikarúrslitin 2015
Þriggja daga körfuboltahátíð, þar sem spilaðir voru 11 Poweradebikarúrslitaleikir, lauk í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn þar sem allir flokkar léku til úrslita í bikarnum á sömu helginni á sama stað þar sem allir flokkar fengu sömu umgjörð.

Afar ánægjulegt var að heyra og lesa um þá góðu og jákvæðu viðbrögð sem þetta fyrirkomulag fékk hjá allflestum sem lögðu leið sína í Laugardalshöll eða fylgdust með beinum útsendingum á RÚV og Sporttv.is.

Alla í körfubolta dreymir um að að komast í þá stöðu að spila úrslitaleiki en á endnum eru það eðilega eingöngu tvö lið í hverjum flokki sem fá að upplifa þann draum hverju sinni. Því eiga öll liðin/félögin sem spiluðu til úrslita í Poweradebikanum að vera stolt af árangri sinna liða í Laugardalshöll um síðustu helgi, leikmenn, þjálfarar, dómarar, aðstoðarfólk, stjórnarmenn, foreldrar og stuðnigsmenn liðanna til hamingju með ykkar árangur í Poweradebikarúrslitunum 2015.

Framkvæmd á svona körfuboltahátið er krefjandi og getur ekki orðið að veruleika nema með aðstoð fjölda sjálboðaliða. Hátt í hundrað sjálfboðaliðar komu að þessari stóru helgi og þeirra þáttur í þessari vel heppnaðri bikarúrslitahelgi er mjög mikill. Án ykkar allra sem komu og störfuðu í Laugardalshöll hefði þessi stóra helgi ekki verið svona glæsileg í framkvæmd. Takk kærlega allir kæru sjálfboðliðar fyrir ykkar ósérhlífna og duglega starf fyrir körfuboltann.

Að lokum óska ég öllum ellefu Poweradebikarmeisturum 2015 til hamingju með titilinn.


Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ.

Hannes S. Jónsson formaður
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá blaðamannafundi KKÍ í ágústmánuði 2009. Tilefnið var upphaf seinni hluta B-deildar Evrópukeppni A-landsliðs karla. Þeir Magnús Gunnarsson, Hannes S. Jónsson og Sigurð Ingimundarson sátu fyrir svörum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið