© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.11.2003 | 10:31 | bl
Jakob og Helgi góðir í háskólaboltanum
Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Birmingham Southern College í opnunarleik Big South-háskóladeildarinnar sl. föstudag. Jakob var með 17 stig í 50-70 tapleik gegn Kansas State á útivelli. Helgi Magnússon var stigahæstur í báðum leikjum Catawba College á móti í Pennsilvaniu um helgina með 15 og 24 stig.

Jakob hitti úr 7 af 14 skotum sínum og 3 af 8 utan 3ja stiga línunnar. Hann var einnig með 4 stoðsendingar á 35 mínútum sínum í leiknum. Í kvöld, mánudagskvöld, er fyrsti heimaleikur BSC er Alabama State sækir þá heim.

Catawba tók þátt í móti í Shippensburg í Pennsilvaniu. Á föstudagkvöld tapaði skólinn fyrir fyrir Shippensburg 60-76 og Helgi gerði 15 stig. Á laugardag sigraði skólinn síðan West Liberty State 106-70. Þá var Helgi með 24 stig og hitti ma. úr 6 af 7 3ja stiga skotum sínum.

Eins og kunnugt er kemur Catawba skólaliðið til Íslands á milli jóla og nýárs og leikur tvo leiki gegn úrvalsliðum sem Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari velur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sextán ára lið Íslands á æfingu árið 2004 í Sviþjóð. Henning Henningsson sýnir stelpunum hvernig á að gera hlutina en eitthvað virtust skilaboðin hafa skilað sér en stelpurnar urðu Norðurlandameistarar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið