© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.11.2003 | 21:08 | Óskar Ó. Jónsson
Njarðvíkingar unnu Hóbílabikarinn með frábærum 4. leikhluta
Njarðvíkingar urðu í dag fyrirtækjabikarmeistarar í annað sinn á þremur árum þegar þeir unnu nágranna sína Keflvíkinga, 90-83, í úrslitaleik Hópbílabikarsins, í Laugardalshöllinni. Njarðvíkingar áttu bæði upphafs- og lokaorðið í úrslitaleiknum og það dugði ekki Keflvíkingum að vinna 27 mínútur þar á milli með 26 stiga mun, 74-49. Njarðvíkingar, sem komust í 10-0 í upphafi leiks, unnu síðan fjórða leikhlutann 31-9 og þar með leikinn, 90-83. Njarðvík vann fyrirtækjabikarinn í annað sinn á þremur árum.
Keflvíkingar eru þá búnir að missa fyrsta titilinn sér úr greipum af þeim þremur sem þeir unnu á síðasta keppnistímabili en þeir unnu í fyrra Íslandsmeistarabikarinn, bikarmeistaratitilinn og fyrirtækjabikarinn.

Fyrirtækjameistarar KKÍ 1996-2003:
1996 Keflavík
1997 Keflavík
1998 Keflavík
1999 Tindastóll
2000 Grindavík
2001 Njarðvík
2002 Keflavík
2003 Njarðvík

Samtals: Keflavík 4, Njarðvík 2, Tindastóll 1, Grindavík 1.

Það var 19 ára gutti úr Njarðvíkingunum, Guðmundur Jónsson, sem gerði útslagið á æsispennandi lokakafla en hann gerði 15 af 23 stigum sínum í síðasta leikhlutanum og dró þá vagninn en Guðmundur skoraði 11 stigum fleiri í fjórða leikhlutanum heldur en Brandon Woudstra (4) og Brenton Birmingham (0) til samans. Brenton gerði reyndar útslagið í lokin þegar hann varði þriggja stiga skot Fals Harðarsonar í stöðunni, 85-83, náði sjálfur frákastinu og sendi á Guðmund Jónsson frían í hraðaupphlaupi sem gulltryggði sigurinn.

Stigaskor leikmanna liðanna í fjórða leikhluta:
Njarðvík 31
Guðmundur Jónsson 15
Brandon Woudstra 4
Halldór Rúnar Karlsson 4
Páll Kristinsson 4
Friðrik Stefánsson 2
Ólafur Aron Ingvason 2
Keflavík 9
Nick Bradford 4
Gunnar Einarsson 2
Falur Harðarson 2
Magnús Þór Gunnarsson 1

Tölfræði liðanna í fjórða leikhluta:
Njarðvík
Skotnýting: 21/11 (52%)
3ja stiga skotnýting: 5/2 (40%)
Vítanýting:11/7 (64%)
Fráköst:20 (8 í sókn)
Tapaðir boltar: 2
Stoðsendingar: 8
Varin skot: 6
Keflavík
Skotnýting: 19/3 (16%)
3ja stiga skotnýting: 7/1 (14%)
Vítanýting: 6/2 (33%)
Fráköst: 9 (5 í sókn)
Tapaðir boltar: 4
Varin skot: 3
Stoðsendingar: 1

Guðmundur Jónsson skoraði 23 stig á 28 mínútum og nýtti 8 af 13 skotum sínum en eins var Friðrik Stefánsson mjög sterkur undir körfunni (17 stig, 14 fráköst, 5 varin skot) og Brandon Woudstra skilaði sínu með nánast sóknarleik liðsins á sínum öxlum allan tímann. Brandon spilaði allan leikinn og var með 21 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og það gerði honum lífið erfitt að bæði Páll Kristinsson og Brenton Birmingham hittu afar illa (gerðu 11 stig og hittu aðeins úr 3 af 22 skotum saman) en þeir tóku saman 21 fráköst og spiluðu sterka vörn.

Hjá Keflavík voru þeir Derrick Allen (23 stig, 10 fráköst, 5 varin) og Nick Bradford (20, stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar) í aðalhlutverkum og þá skilaði fyrirliðinn Gunnar Einarsson vissulega sínu (17 stig, 9 fráköst). Aðalskyttur liðsins brugðust hinsvegar og liðið misnotaði meðal annars 15 af 16 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleiknum. Það munaði líka mikið um að missa Derrick Allen útaf með 5 villur þegar 6:34 voru eftir en liðið var þá sex stigum yfir, 76-70.

Barátta og sigurvilji Njarðvíkinga bar þá hreinlega ofurliði í lokin en Njarðvíkingar tóku 20 af 29 fráköstum í boði í síðasta leikhlutanum á sama tíma og aðeins 3 af 19 skotum Keflvíkinga skiluðu sér rétta leið ofan í körfuna.

Njarðvíkingar vörðu 14 skot frá Keflvíkingum í úrslitaleiknum og alls 29 skot í leikjunum tveimur um helgina. Egill Jónasson varði alls 12 skot í leikjunum tveimur og Friðrik Stefánsson varði 8 til viðbótar.

Þessir vörðu skot fyrir Njarðvík í úrslitaleiknum:
Friðrik Stefánsson 5
Egill Jónasson 3
Brenton Birmingham 2
Guðmundur Jónsson 2
Páll Kristinsson 1
Brandon Woudstra 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ástþór Ingason leikmaður Njarðvíkur á níunda og tíunda áratugnum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið