© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.11.2003 | 15:19 | bl
Mikið um að vera um helgina
Annasöm körfuboltahelgi er framundan fyrir leikmenn, þjálfara, ritara, tímaverði, áhorfendur, foreldra og aðra sem koma að kappleikjahaldi í hinum ýmsu deildum og aldursflokkum körfuboltans. Alls eru 112 leikir á dagskrá frá því kl. 19:15 í kvöld og þar til síðasta leik lýkur um kl. 22:30 á sunnudagskvöld.

Í kvöld er einn leikur á dagskrá Intersport-deildarinnar þegar Grindavík tekur á móti KR kl. 19:15. Á sama tíma mætast Njarðvík og Grindavík í Njarðvík í 1. deild kvenna. Á sunnudaginn lýkur 6. umferð Intersport-deildarinnar með leik KFÍ og Keflavíkur vestur á Ísafirði. Auk þess eru fjölmargir aðrir deildarleikir á dagskrá um helgina eða 22 talsins í hinum ýmsu flokkum.

Auk þess að dómaranefnd KKÍ raðar dómurum á alla þessa 22 leiki (alls 44 störf) þá þarf að manna 180 dómarastörf víðs vegar um land um helgina í fjölliðamótum yngri flokkanna. Á ritaraborð þarf einnig að manna 270 störf. Ef allir leilkir eru taldir með eru þetta 224 dómarastörf og 336 störf á ritaraborði.

Ef ekið væri hringinn í kringum landið um helgina væri hægt að koma við á Vesturlandi og sjá körfuboltaleiki á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi og í Grundarfirði. Síðan væri hægt að halda vestur á firði og sjá leiki á Ísafirði. Næst lægi leiðin á Norðurland þar sem ferðin hæfist á Hvammstanga, síðan lægi leiðin á Sauðárkrók og loks til Dalvíkur. Þaðan væri haldið til Akureyrar með viðkomu í Þelamerkurskóla, en á Akureyri er leikið bæði í Glerárskóla og Höllinni um helgina. Næsti viðkomustaður væri Egilsstaðir og síðan lægi leiðin á Suðurland þar sem stoppað væri á Flúðum og í Þorlákshöfn. Að því búnu væri haldið á Suðurnes og stoppað í Grindavík, Njarðvík, Keflavík og loks í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þaðan væri síðan haldið í Hafnarfjörð, Kópavog og endað í Reykjavík þar sem Íslandsmótið í körfubolta verður í fullum gangi í DHL-höllinni í Vesturbænum, Seljaskóla og Austurbergi í Breiðholti og einnig í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Alls eru því 24 íþróttahús víðs vegar um land vettvangur Íslandsmótsins um helgina.

Það verða því reynd nokkur þúsund körfuskot og eknir nokkur þúsund km um helgina, sem er ósköp venjuleg helgi í nóvember þegar Íslandsmótið í körfubolta er í fullum gangi. Góða helgi og góða skemmtun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Björgvin Rúnarsson kastar boltanum til að hefja leik Hauka og Njarðvíkinga þann 26. janúar 2006.  Það eru Egill Jónasson, UMFN, og Morten Szmiedowicz, Haukum, sem bítast um boltann.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið