© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.11.2003 | 15:31 | bl
Einar Bollason er sextugur í dag
Einar Bollason körfuknattleiksfrömuður m.m. er sextugur í dag. Stjórn og starfsmenn Körfuknattleikssambands Íslands óska Einari innilega til hamingju með daginn.

Einar Bollason hefur tengst körfuknattleik frá blautu barnsbeini. Hann hóf ferilinn hjá ÍR en skipti fljótlega yfir í KR þegar þeir stofnuðu körfuknattleiksdeild. Hann er einn þekktasti leikmaður KR fyrr og síðar, var m.a. frægur fyrir að innleiða nýjan skotstíl, s.k. sveifluskot. Síðar þjálfaði hann lið KR-inga. Hann hleypti heimdraganum og þjálfaði Þór á Akureyri, Hauka, ÍR og fleiri lið.

Einar Bollason hefur leikið 35 landsleiki fyrir Íslands hönd. Fjöldi leikjanna segir kannski ekki alla söguna því Ísland lék ekki eins marga leiki og í dag og því takmarkaðir möguleikar á að safna leikjum. Einar lék þessa leiki á tímabilinu 1964 – 1978 eða á 13 ára tímabili. Í dag jafngilti það 150 – 170 landsleikjum, eða samsvarandi við fjölda leikjahæstu manna frá upphafi.

Einar Bollason var landsliðsþjálfari 1974 – 1976, 1977, 1979 – 1982, 1984 – 1987 á árunum 1974 – 1987 með stuttum hléum. Alls lék landsliðið 133 leiki undir hans stjórn. Liðið vann 57 landsleiki undir hans stjórn og tapaði 76.

Við síðustu aldamót voru valdir leikmenn og þjálfarar 20. aldarinnar í körfuknattleik. 60 valinkunnir einstaklingar skipuðu dómnefnd. Var Einar valinn bæði sem leikmaður í lið aldarinnar og sem annar af þjálfurum aldarinnar.

Einar Bollason hefur setið lengst allra í stjórn KKÍ eða 17 tímabil alls af þeim 41 sem liðin eru af sögu KKÍ.. Hann tók fyrst sæti í stjórninni árið 1969 og sat með stuttum hléum í stjórn allt til 1996 lengst af sem varaformaður. Einar var formaður árin 1974 – 1976. Auk þessa hefur Einar setið í fjölda nefnda á vegum KKÍ í gegnum árin og sinnt ýmsum störfum fyrir hreyfinguna. Hefur Einar ávallt tekið ljúft í beiðnir hreyfingarinnar um aðstoð og þátttöku, þrátt fyrir annríki á öðrum vettvangi.

Einar hefur hlotið öll æðstu heiðursmerki Körfuknattleikssambandsins og er annar tveggja núlifandi einstaklinga sem bera heiðurskross sambandsins. Einungis þremur einstaklingum hefur verið veittur heiðurskrossinn í sögu KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Arnór Stefánsson sneri sig illa á ökkla í landsleik gegn Luxembourg haustið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið