© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.10.2003 | 2:28 | óój
Jón Arnór lék fyrsta NBA-leikinn í nótt - skoraði 2 stig á 18 mínútum
Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Dallas Mavericks í 99-89 sigurleik á Orlando Magic í nótt en þetta var annar leikur Dallas á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fyrsta leiknum 85-90 gegn Utah Jazz en Jón Arnór kom þá ekkert við sögu.

Jón Arnór kom inn á þegar 5:36 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta í nótt og leysti þá af ekki minni mann en Steve Nash. Jón Arnór lék alls í 18 mínútur í leiknum, þar af lék hann allan fjórða leikhlutann. Jón Arnór skoraði 2 stig í leiknum, tók 2 fráköst, gaf 1 stoðsendingu og fékk dæmdar á sig 3 villur. Dallas skoraði 32 stig gegn 33 á þeim tíma sem Jón Arnór var inn á.

Nýliðinn Marquis Daniels skoraði mest fyrir Dallas eða 17 stig en hann spilar sömu stöðu og Jón Arnór. Dirk Nowitzki var með 16 stig fyrir Dallas og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Don Nelson, aðalþjálfari Mavericks hafði þett að segja um frammistöðu Jóns Arnórs. "Hann gerði nokkra góða hluti líka. Ég segi enn og aftur, hann er ekki tilbúinn ennþá. Hann veit það og við líka. Ég kann vel við hann. Hann er mjög virkur, sterkur og verður á endanum stór leikstjórnandi".

Jón Arnór lét fyrst af sér kveða þegar að hann náði í frákast fljótlega eftir að hann kom inn á og gaf síðan glæsilega stoðsendingu á Josh Powell í hraðaupphlaupi en en Jón Arnór klikkaði reyndar á fyrstu sex skotum sínum í leiknum. Körfuna sína gerði hann einni mínútu fyrir leikslok en Jón Arnór lék allan fjórða leikhlutann. Þegar Jón Arnór komst á blað var vel fagnað í höllinni þar sem allir leikmenn liðsins höfðu þá skorað í leiknum.

Tölfræði Jóns Arnórs í fyrsta NBA-leiknum:
Mínútur 18
Stig 2
Fráköst 2
Stoðsendingar 1
Tapaðir boltar 1
Skotnýting 14% (7/1)
3ja stiga skotnýting 0% (1/0)
Villur 3

Hvenær kom Jón Arnór við sögu í leiknum:
3rd Period
(5:36) [DAL] Nash Substitution replaced by Steffansson
(4:11) [DAL] Steffansson Rebound (Off:0 Def:1)
(1:53) [DAL] Steffansson Layup Shot: Missed
4th Period
(11:41) [DAL] Steffansson Jump Shot: Missed
(11:01) [DAL] Steffansson Foul: Personal (1 PF)
(10:41) [DAL 81-63] Powell Layup Shot: Made (2 PTS) Assist: Steffansson (1 AST)
(8:56) [DAL] Steffansson Jump Shot: Missed
(7:09) [DAL] Steffansson Foul: Personal (2 PF)
(5:56) [DAL] Steffansson Foul: Personal (3 PF)
(5:07) [DAL] Steffansson Layup Shot: Missed
(2:43) [DAL] Steffansson Jump Shot: Missed
(1:52) [DAL] Steffansson Turnover: Bad Pass (1 TO)
(1:27) [DAL] Steffansson Layup Shot: Missed
(1:14) [DAL] Steffansson Rebound (Off:0 Def:2)
(1:11) [DAL 99-87] Steffansson Driving Layup: Made (2 PTS)


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
18 ára stúlknalandslið Íslands sem tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar sumarið 2006. Stelpunum gekk afar vel á mótinu og misstu naumlega af sæti í A-deild.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið