© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2003 | 17:50 | óój
24 stiga sigur á Skotum tryggði stelpunum gullið í fyrsta sinn
Íslenska stúlknalandsliðið vann 24 stiga sigur á Skotum, 74-50, í úrslitaleiknum á Promotion Cup sem lauk á Ásvöllum í dag. Íslenska liðið vann alla leiki sína af öryggi og sigurinn á Skotum í dag var sannfærandi.

Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 7 boltum þrátt fyrir að leika aðeins í 25 mínútur vegna villuvandræða. Petrúnella Skúladóttir átti einnig góðan dag (14 stig, 10 fráköst) líkt og fyrirliðinn Erna Rún Magnúsdóttir sem tók af skarið á mikilvægum tímum í úrslitaleiknum en Erna Rún skoraði 13 stig líkt og og gaf að auki 4 stoðsendingar.

Þetta er í fyrsta sinn sem yngra kvennalandslið Íslands vinnur mót á vegum FIBA og er þessi glæsilegi sigur íslenska liðsins vonandi tákn um nýja og betri tíma í kvennakörfunni hér á landi.

Helena Sverrisdóttir var einu stigi frá því að vera stigahæsti leikmaður mótsins (18,8 stig í leik) en hún tók flest fráköst allra á mótinu (14,3), gaf flestar stoðsendingar (6,5), stal flestum boltum (7,0) og nýtti skotin sín best (57%) auk þess að verða í öðru sæti í vörðum skotum (2,8).

Lokaröðin á mótinu:
1. Ísland
2. Skotland
3. Andorra
4. Malta
5. Gíbraltar.

Ísland átti tvo leikmenn í liði mótsins, þær Helenu Sverrisdóttur og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Það má finna aðgengi að öllum upplýsingum um mótið hér auk þess að efstu stelpur í öllum helstu tölfræðiþáttunum má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku stelpurnar búnar að koma sér vel fyrir áður en haldið er á æfingu í Sviss í ágústmánuði 2009. Ísland atti kappi við Sviss í B-deild Evrópukeppninnar laugardaginn 15. ágúst. Sviss vann nauman sigur 70-68 í hörkuleik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið