© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.5.2003 | 9:43 | bl
Tveir sigrar og tvö töp fyrsta daginn
Norðurlandamótið í körfubolta hjá unglingalandsliðum fer nú fram hér í Stokkhólmi. Það eru 4 lið hérna U-84 í drengja- og stúlknaliðum og U-86 í drengja- og stúlknaliðum. Í gær spiluðu öll liðin einn leik og tveir af þeim unnust og tveir töpuðust.

U-84 strákar mættu Dönum og fór leikurinn 93-71 fyrir Íslandi.
Gangur leiksins var; 13-22, 42-30, 68-47, 93-71. Stig Íslands skoruðu: Sveinbjörn Skúlason 15 stig, Guðmundur Jónsson 14 stig, Ólafur Aron Ingvasson 11 stig, Sævar Haraldsson 10 stig, Pálmar Ragnarsson 10 stig, Þorleifur Ólafsson 8 stig, Jón Brynjar Óskarsson 8 stig, Halldór Halldórsson 5 stig, Kristinn Jónasson 4 stig, Fannar Freyr Helgason 4 stig, Egill Jónasson 4 stig

Strákarnir byrjudu illa en eftir 18-0 kafla í öðrum leikhluta var aldrei litið til baka. Liðið spilaði allt glimrandi vel og vert er að geta þess að Egill Jónasson varði á annan tug skota. Þvi miður er ekki tekin tölfræði hér á þessu móti sem er miður þegar um svona sterkt mót er að ræða.

U-84 stelpur mættu Svíum og fór leikurinn 35-101 fyrir Svía.

U-86 drengjalandsliðið vann sætan sigur á Svíum á þeirra heimavelli.
Gangur leiksins; 11-33, 17-62, 28-73, 35-101. Stig Íslands skoruðu: Petrúnella Skúladóttir 17stig, Gréta Mar Guðbrandsdóttir 5 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir 5 stig, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3 stig, Sara Pálmadóttir 2 stig, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir 2 stig, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 1stig.

U-86 strákar mættu Svíum og fór leikurinn 76-75 fyrir Íslandi.
Gangur leiksins; 35-21, 51-36, 68-54, 76-75. Stig Íslands skoruðu: Jóhann Ólafsson 28 stig, Kristján Sigurðsson 20 stig, Ólafur Torfason 10 stig, Brynjar Kristófersson 8 stig, Alexander Dungal 4 stig, Baldur Ólafsson, Sveinbjörn Claessen 2 stig, Pavel Ermolinskij 2 stig.

Það var frábær fyrri hálfleikur sem lagði grunninn að þessum mikilvæga sigri en Svíar eru fyrirfram taldir mjög sigurstranglegir enda á heimavelli. Liðið spilaði mjög vel saman en þess má geta að þeir Jóhann Ólafsson og Ólafur Torfason voru mjög drjúgir. Kristján skoraði 18 af 20 stigum sínum í fyrri hálfleik.

U-86 stelpur mættu Finnum og fór leikurinn 55-83 fyrir Finna.
Gangur leiksins; 22-23, 32-46, 40-67, 55-83. Stig Íslands skoruðu Helena Sverrisdóttir 19 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir 12 stig, María Ben 10 stig, Elva Sigmarsdóttir 6 stig, Ingibjörg Vilbergsdóttir 3 stig, Þóra Árnadóttir 2 stig, Hrefna Stefánsdóttir 2 stig, Bryndís Guðmundsdóttir 1stig.

Stelpurnar byrjuðu mjög vel en í seinni hálfleik fór stressið að segja til sín og má búast við betri frammistöðu á morgun.

Þeir Sigmundur Már Herbertsson og Jón Bender dómarar eru með í för og dæma þeir helstu leikina hér að Íslandsleikjunum undanskildum.

Kveðja frá Svíþjóð, Hannes S.Jónsson varaformadur KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fulltrúar KKÍ á ársþingi Alþjóðakörfuknattleikssambandsins í Bad Kreuznach í Þýskalandi árið 2001.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið