© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.5.2003 | 20:23 | óój
4-0 gegn Norðmönnum - einn stór sigur og annar naumur í dag
Íslensku A-landsliðin endurtóku leikinn frá því á föstudagdskvöldið og unnu tvo sigra á Norðmönnum í KR-húsinu í dag. Stelpurnar unnu eins stigs sigur, 78-77, þar sem Birna Valgarðsdóttir tryggði íslenska liðinu sigurinn á vítalínunni innan við sekúndu fyrir leikslok og strákarnir unnu 29 stiga sigur, 97-68, í seinni leiknum. Birna Valgarðsdóttir var bæði stigahæst (18) og frákastahæst (7) í kvennaliðinu og Logi Gunnarsson skoraði 30 stig í karlaleiknum þar af 17 þeirra í fyrsta leikhluta er hann hitti úr öllum átta skotum sínum.

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði skelfilega gegn norsku stallsystrum sínum sem komust í 0-13 og íslenska liðið skoraði ekki fyrr en á 3. mínútu þegar Hjörtur Harðarson þjálfari hafði skipt öllu byrjunarliðinu útaf. Erla Þorsteinsdóttir skoraði sex af fyrstu átta stigum íslenska liðsins og kom liðinu af stað en frábær annar leikhluti fyrirliðans, Helgu Þorvaldsdóttir tryggði Íslandi átta stiga forskot í hálfleik, 38-30. Helga skoraði 14 stig og þrjár þriggja stiga körfur í leikhlutanum og nýtti 5 af 6 skotum sínum.
Norsku stelpurnar gáfust þó ekki upp, þær unnu sig inn í leikinn og Kristine Kristiansen skoraði síðan úr sex vítum í röð og kom þeim yfir 76-77. Birna Valgarðsdóttir kom síðan til bjargar er hún hirti fimmta sóknarfrákast sitt í leiknum og norska liðið braut á henni í skotinu þegar aðeins 68 hundraðshlutar voru til leiksloka. Þjálfari norska liðið tók tvö leikhlé til að stuða Birnu sem lét það ekki á sig fá og skoraði úr báðum vítunum og tryggði Íslandi 78-77 sigur.

Birna skoraði 18 stig og tók 7 fráköst í leiknum, Helga Þorvaldsdóttir var með 15 og Erla Þorsteinsdóttir skoraði 10 stig og tók 6 fráköst. Hjá Noregi skoraði Kristine Kristiansen 19 sitg og nýtti öll 12 vítin sín, Karianne Oysted skoraði 14 stig, Siri Andersen gerði 13 og Kristina Tatterdill skoraði 10 stig og tók 10 fráköst að auki.

Íslenska karlalandsliðið sýndi mun betri leik en í fyrsta leiknum og sigurinn var mjög öruggur. Logi Gunnarsson hélt áfram frá því í fjórða leikhlutanum í fyrsta leikhlutanum (16 stig á síðustu 6 mínútunum í 1. leiknum) og skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta á karlaleiknum. Logi nýtti öll átta skot sín í leikhlutanum, þar af 3 fyrir utan þriggja stiga línuna og íslenska liðið náði 15 stiga forskoti, 31-16 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Eftir þessa frábæra byrjun lærðu íslensku strákarnir á mistökum gærdagsins og héldu áfram að keyra á norska liðið enda var munurinn kominn upp í 18 stig stig í hálfleik, 55-37.Norðmenn komu muninum niður í 11 stig í seinni hálfleik en 19 íslensk stig í röð komu íslenska liðinu 30 stigum yfir, 88-58, og gerðu endanlega út um leikinn sem íslenska liðið vann með 29 stigum, 97-68 .

Logi skoraði alls 30 stig og nýtti 11 af 17 skotum sínum en auk þess kom Pálmi Freyr Sigurgeirsson með frábæra innkomu af bekknum en þessi skemmtilegi Bliki gerði 19 stig og tók 9 fráköst á 25 mínútum. Friðrik Stefánsson skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og varði 4 skot og Helgi Már Magnússon var með 11 stig.
Hjá Norðmönnum var Calix Ndiaye allt í öllu líkt og í fyrri leiknum og gerði alls 27 stig en Mustafa Mahnin kom honum næstur með 11 stig. Það vakti athygli að íslensku strákarnir vörðu 14 skot frá Norðmönnum í leiknum og náðu átta leikmenn liðsins að verja skot.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Grindavík · Íslandsmeistarar í 9. flokki kvenna 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið