S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
KKÍ þjálfari 2
Námskeiðið er samtals 120 kennslustundir eða 80 klukkustundir þar sem sérgreinahlutinn er 80 kennslustundir og almenni hlutinn í umsjón ÍSÍ 40 kennslustundir. Sérgreinahlutinn er tekinn í þremur áföngum, KKÍ þjálfari 2.a og 2.c eru helgarnámskeið og 2.b er í fjarnámi þar sem þjálfarar þurfa að vinna verkefni. Fræðslustjóri KKÍ hefur yfirumsjón með þjálfara 2 og vinnur námið í samstarfi við leiðbeinendur og kennara í náminu. Þjálfarar sjá leikmenn framkvæma æfingar sem eru kenndar af fyrirlesara á námskeiðinu. Að loknu námi fá þjálfarar KKÍ þjálfara 2 þjálfaragráðu sem gefur leyfi til að þjálfa á grunnskólastigi, 10. flokk og yngri sem og aðstoðarþjálfari í öllum yngri flokkum.
Uppsetning á KKÍ 2 þjálfaranámi.
Á mynd fyrir ofan má sjá uppbyggingu á KKÍ þjálfara 2, námið skiptist upp í þrjú þrep sem eru samtals 80 kennslustundir. Hluti 2.a er 20 kennslustunda helgarnámskeið sem einnig er hægt að nýta sem endurmenntunarnámskeið. Hluti 2.b er kennt í fjarnámi þar sem þjálfarar fara út á vettvang og í heimsókn til þjálfara til að kynnast starfinu enn betur. Einnig verða fyrirlestrar á netinu og unnin verkefni í leikgreiningu. Þjálfaranáminu lýkur svo með helgarnámskeiði, hluti 2.c sem eru 20 kennslustundir.
KKÍ Þjálfari 2.a
KKÍ þjálfari 2.a er helgarnámskeið sem er kennt af þjálfara frá FIBA, námskeiðið verður einnig hægt að nýta sem endurmenntunarnámskeið fyrir þá þjálfara sem hafa lokið KKÍ þjálfara 3. Námskeið er einnig opið fyrir þá þjálfara sem eru ekki að sækja sér stig hjá KKÍ. Allir þeir sem sækja námskeiðið og ætla sér að sækja stig 2.a þurfa að standast próf í lok námskeiðs. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar.
Föstudagur
17:00-17:20 Fundur með þjálfurum sem taka námskeiðið sem stig 2.a eða endurmenntun
17:20-18:40 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
18:50-20:10 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
Laugardagur
09:00-10:20 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
10:30-11:50 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
14:00-15:20 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
Sunnudagur
09:00-10:20 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
10:30-11:50 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
14:00-15:20 Dagskrá breytileg og unnin í samstarfi við FIBA
15:30-16:00 Bóklegt próf (20%)
KKÍ Þjálfari 2.b
Allur 2.b hlutinn er tekin í fjarnámi alls 40 kennslustundir. KKÍ þjálfari 2.b er skipt upp í fjóra hluta. Vettvangsnám (12 kennslustundir). Heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara (12 kennslustundir). Þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni uppúr fyrirlestri (8 kennslustundir). Leikgreining er fjórða verkefnið þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði (6 kennslustundir). Þjálfarar þurfa að hafa lokið öll verkefni í 2.b á því keppnistímabil sem námið er tekið.
Vettvangsnám
Í vettvangsnámi (þjálfaraskóli) fær þjálfari leiðsögn frá KKÍ þjálfara 3 í raunverulegum aðstæðum. Leiðbeinandi skipaður af fræðslustjóra heimsækir þjálfara á æfingar í sínu félagi. Miðað er við að leiðbeinandi fylgist með 3-4 æfingum þar sem þjálfari er að þjálfa sinn flokk og eftir æfingu fær þjálfari endurgjöf frá leiðbeinanda sínum. Hægt er að taka þjálfaraskóla KKÍ þegar þjálfara KKÍ 1 er lokið, möguleiki er að taka skólann hvenær sem er á meðan á tímabili stendur og þjálfari er með skipulagðar æfingar. Þjálfaraskóli KKÍ gildir sem 12 kennslustundir í þjálfara 2.b og má einnig nota sem hluta af endurmenntun. Fræðslustjóri þarf að samþykkja leiðbeinanda sem þarf að vera með þjálfara KKÍ 3 og a.m.k 5 ára starfsreynslu sem þjálfari. Þjálfaraskóli KKÍ gildir sem 20% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 2.
Markmið
• Að þjálfarar fái leiðsögn í raunverulegum kringumstæðum
• Auka sjálfstæð vinnubrögð þjálfara
Verkefnalýsing
• Þjálfari þjálfar sitt lið og fær tilsögn frá reyndum þjálfara
• Skila þarf tímaseðlum af öllum æfingum
• Leiðbeinandi skilar inn umsögn um þjálfara
Heimsókn til þjálfara
Verkefnið felur í sér að farið er á eina til tvær æfingar hjá tveimur reynslumiklum þjálfurum sem þjálfa meistaraflokkslið eða landslið. Unnið er verkefni út frá heimsóknunum, þar sem uppsetning æfinga er skoðuð og ólíkir þjálfaraðferðir bornar saman. Verkefnið gildir 15% af lokaeinkunn fyrir þjálfara 2.
Markmið
• Fá innsýn í æfingar hjá liðum á hæsta mögulega stigi hér á landi
• Fá innsýn í þjálfun mismunandi þjálfara
• Fá innsýn í þjálfun annarra liða
Verkefnalýsing
• Forsíða, nafn þjálfara, nafn liða og þjálfara sem heimsótt eru
• Stutt kynning á þjálfurum og liðum
• Meginmál þar sem settur er upp tímaseðill af æfingum
• Umræður, draga saman og segja frá í stuttu máli
• Lengd: Lágmark fjórar síður, hámark átta síður.
• Letur: Times New Roman/Arial,
• Letur stærð: 12 í texta með 1,5 línubil, Headlines 16 og 14, annar texti 10 "footnotes"
• Myndir: u.þ.b. 7x5 sendimetrar hálfur völlur og heill völlur 7x10 sendimetrar
• Undirskrift frá þjálfara sem staðfestir heimsókn
Þjálfarafyrirlestur á netinu
Í KKÍ þjálfari 2.b verkefni þarf þjálfari að horfa á fyrirlestra á netinu eða á DVD. Fyrirlestur þarf að vera 45-90 mínútur og getur þjálfari valið úr útvöldum fyrirlestrum, möguleiki er að fá undanþágu og sækja um að gera verkefni um annan fyrirlestur ef þess er óskað með leyfi frá fræðslustjóra. Upp úr fyrirlestri þarf þjálfari að vinna verkefni, glósur, teikna myndir o.s.frv. Verkefni gildir sem 15% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 2.
Markmið
• Kynna möguleika á sjálfsmenntun á netinu eða með DVD myndböndum
• Auka sjálfstæð vinnubrögð þjálfara
Verkefnalýsing
• Forsíða, nafn fyrirlesturs og fyrirlesara
• Kynning á fyrirlesara og efninu
• Meginmál þar sem innihald fyrirlesturs kemur fram í orði og myndum
• Umræður, draga saman og segja frá í stuttumáli
• Lengd: ekki lengri en 10 síður
• Letur: Times New Roman/Arial,
• Letur stærð: 12 í texta með 1,5 línubil, Headlines 16 og 14, annar texti 10 "footnotes"
• Myndir: u.þ.b. 7x5 sendimetrar hálfur völlur, og heill völlur 7x10 sendimetrar
• Heimild: þarf að koma fram hvar sé hægt að nálgast fyrirlestur
Leikgreining
Í þessu verkefni er verið að fá þjálfara til að horfa á leiki frekar með gleraugum þjálfarans í stað áhorfandans. Þjálfari greinir helstu einkenni liðs, finnur út helstu veikleika og styrkleika. Verkefnið gildir sem 10% af lokaeinkunn KKÍ.
Markmið
• Æfa þjálfara í að horfa á leiki sem þjálfari frekar en áhorfandi.
• Finna veikleika og styrkleika.
• Auka sjálfstæð vinnubrögð þjálfara.
Verkefnalýsing
• Forsíða, leikur og lið sem horft er á
• Hver er hugmyndafræði liðs?
• Helstu styrkleikar?
• Helstu veikleikar?
• Sterkustu leikmenn, hvað vilja þeir helst gera og ekki gera?
• Lengd: hámark 3 síður.
• Letur: Times New Roman/Arial,
• Letur stærð: 12 í texta með 1,5 línubil, Headlines 16 og 14, annar texti 10 "footnotes".
• Myndir: u.þ.b. 7x5 sendimetrar hálfur völlur, og heill völlur 7x10 sendimetrar.
KKÍ Þjálfari 2.c
KKÍ þjálfari 2.c er helgarnámskeið sem er kennt af tveimur eða fleiri reynslumiklum þjálfurum. Námskeiðið er samtals 20 kennslustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna 17 ára og yngri, einstaklingsþjálfun og hvernig skuli byggja upp leikmenn og sérhæfa þá eftir leikstöðum. Farið er í tveggja og þriggja manna spil, mikilvægi á að hita upp og gera styrktar- og þolæfingar sérhæft fyrir körfubolta.
Föstudagur
17:00-17:10 Setning
17:10-18:30 Skipulag þjálfunar, áætlunargerð einstaklinga Bóklegt
18:40-20:00 Líkamleg þjálfun (þol og styrkur) Bóklegt
Laugardagur
09:00-10:20 Líkamleg þjálfun, meiðslafyrirbyggjandi æfingar og upphitun Verklegt
10:30-11:50 Einstaklingsþjálfun leikstjórnanda Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Einstaklingsþjálfun, miðherja Verklegt
14:00-15:20 Einstaklingsþjálfun, skotbakvarðar/skotframherja Verklegt
15:30-16:50 Liðsvörn (framhald) Verklegt
Sunnudagur
09:00-10:20 Þriggja manna spil, hindranir frá bolta (e. Screen away) Verklegt
10:30-11:50 Tveggja manna spil 2 á 2 bolta hindrun (e. Pick & Roll) Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:10 Skriflegt lokapróf KKÍ Þjálfari 2 (20%) Bóklegt Próf
13:20-14:40 Sóknar jafnvægi Verklegt
14:50-15:30 Útskrift úr KKÍ þjálfara 2
-------------------------------------------------------------------
Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1 sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2 sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3 sjá nánar hér
Drög að leyfiskerfi sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér