© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
7.9.2006 | Óskar Ófeigur Jónsson
Guðjón Skúlason: Ætlar sér að vinna riðilinn
Landsliðsþjálfarinn Guðjón Skúlason setur markið hátt í komandi Evrópukeppni kvenna þótt að íslensku stelpurnar séu þreyta frumraun sína þar. KKÍ.is ræddi við Guðjón um komandi leiki.

"Þetta er mjög spennandi verkefni og frábært tækifæri fyrir stelpurnar að fá að sanna sig," segir Guðjón Skúlason, landliðsþjálfari kvenna en stelpurnar eru að fara í fyrsta sinn í Evrópukeppnina. Ísland spilar við sinn fyrsta leik á laugardaginn þegar stelpurnar sækja Holland heim í Rotterdam. "Ég hef ekki góðan samanburð á okkur og þessum liðum sem við erum að fara spila við. Ég hef ekki getað aflað mér mikilla upplýsinga um þessi lið en við þurfum bara að hugsa um okkur fyrst og fremst og hvað við getum gert til þess að vera sem best undirbúin," segir Guðjón og hann er ánægður með sitt lið.

Með ungt lið
"Ég tel okkur vera með nokkuð gott lið en við erum jafnframt með mjög ungt lið. Margar af þessum ungu stelpum hafa þó verið að spila í Evrópukeppninnni með yngri landsliðunum okkar og ættu því að þekkja þetta aðeins," segir Guðjón sem býst við öllu í fyrsta leiknum í Hollandi. "Ég hef heyrt að hollenski þjálfarinn sé léttgeggjaður í því sem hann gerir, pressar og er með mikil læti þannig að ég er búinn að vera undirbúa liðið undir slíkar kringumstæður," segir Guðjón.

Ætlar að spila hratt
Guðjón stefnir frekar á því að spila hratt og nefnir þar sérstaklega kostinn að hafa Helenu Sverrisdóttur í leikstjórnendastöðunni en Helena hefur verið kosinn besti leikmaður 1. deild kvenna tvö síðustu ár.
"Ég á eftir meta það eftir því hvernig leikirnir okkar þróast en mér langar að hleypa þessu svolítið upp, hafa mikinn hraða og nýta okkur að Helena getur verið að finna hina leikmennina í hraðaupphlaupunum. Það er því stefnan að reyna opna leikina og henda kannski inn pressu eftir stuttan tíma. Við getum samt alveg spilað öðruvísi en við erum með ungar stelpur með ferska leggi og það ætti að hjálpa okkur við að hlaupa nóg og djöflast," segir Guðjón sem segir sig geta telft fram hávöxnu liði.

Getur stillt upp hávöxnu liði
"Ég er ánægður með það að geta stillt upp nokkuð hávöxnu liði miðað við kvennaboltan hér heima og það er styrkur liðsins finnst mér. Þær eru líka mjög duglegar við að skapa sér góð færi en það vantar kannski afgerandi skyttu."

Leggur áherslu á að þær vinni saman
Guðjón sjálfur er allra besta skytta íslenskrar körfuboltasögu en hann gerir þó vel grein fyrir því að hann býr ekki til skyttu. Hann þarf að leita annarra ráða. "Ég fer ekki að búa til einhverja skyttu á landsliðsæfingum en legg þess í stað mikla áherslu á stelpurnar vinni vel saman í kerfinum og fái virkilega góð skot. Ég hef verið fyrst og fremst að hjálpa þeim hvernig þær eiga losa sig til þess að fá þessu góðu skot. Þetta verður samt aldrei unnið á einhverju einstaklingsframtaki," segir Guðjón sem leggur áherslu á að búa til sterka og samheldna liðsheild.

Suðurnesjamarkmiðið eins og alltaf
Markmið hans er ekkert meðalmarkið þrátt fyrir að íslands sér í fyrsta sinn í Evrópukeppni. "Það er bara Suðurnesjamarkmiðið eins og alltaf. Ég ætla mér bara að vinna þetta og ekkert annað. Ég vil frekar setja markið hærra og verða svekktur fyrir að ná því ekki heldur en að setja eitthvað meðalmarkmið. Ég sagði þeim það frá fyrsta degi að ég er í þessu til að vinna og það væri jafnframt stefna liðsins."
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá lokahófi KKÍ 1988 í gamla Broadway í Mjódd.  Guðmundur Þorsteinsson úr stjórn KKÍ afhendir Pálmari Sigurðssyni viðurkenningu sem besta leikmanni Íslandsmótsins.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið