© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
Þjálfaramenntun KKÍ · Þjálfarastig 1

KKÍ þjálfari 1
KKÍ 1 og ÍSÍ 1 eru samtals 120 kennslustundir eða 80 klukkutímar, sérgreinahluti hlutinn er 60 kennslustundir og almenni hlutinn sem er í umsjá ÍSÍ 60 kennslustundir. KKÍ þjálfara 1 er skipt upp í þrjá hluta sem eru að mestu leyti í umsjón fræðslustjóra KKÍ, þjálfari 1.a og 1.c eru helgarnámskeið og 1.b er í fjarnámi. Farið er yfir helstu grundvallarþætti í körfuknattleik eins og skot, sendingar, knattrak, fótavinnu og undirstöðu í varnarleik. Lögð er áhersla á að þjálfarar séu sjálfir þátttakendur í æfingum sem eru gerðar á námskeiðinu. Þjálfarar gera því æfingar sjálfir og kenna hvor öðrum. Helgarnámskeiðið er haldið af einum til tveimur fyrirlesurum. Að loknu náminu útskrifast þjálfari sem KKÍ þjálfari 1 sem gefur rétt á að vera aðalþjálfari í öllum flokkum til og með minnibolti 11 ára og aðstoðarþjálfari upp í 10. flokk.

Uppsetning á KKÍ 1 þjálfaranámi.
KKÍ 1

Á mynd hér fyrir ofan má sjá uppbyggingu á KKÍ þjálfara 1 námskeiði. Námið skiptist í þrjú þrep og hvert þrep eru 20 kennslustundir. 1.a er fyrsta námskeiðið sem er helgarnámskeið,1.b er fjarnám þar sem farið er í reglur, sögu, mótamál o.fl. og að lokum er 1.c sem er helgarnámskeið.

KKÍ Þjálfari 1.a.
Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.

Föstudagur
17:00-17:40 Setning og kynning á þjálfaravef FIBA Europe Bóklegt
17:50-19:10 Skipulag þjálfunar og kennslufræði (yngri en 12 ára) Bóklegt
19:20-20:00 Minnibolti og þjálfun barna Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Boltaæfingar, knattrak, leikir og fótavinna Verklegt
10:30-11:50 Sendingatækni, fótavinna og leikir Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Skottækni, fótavinna og leikir Verklegt
14:00-15:20 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5) Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-10:20 Úrvalsbúðir KKÍ Verklegt
10:30-11:50 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut), sendingar og sniðskot Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Verklegt próf (7,5%) og munnlegt próf (7,5%) Verklegt
14:00-15:20 Umræður (Úrvalsbúðir og KKÍ 1b), próf (10%) Bóklegt

KKÍ Þjálfari 1.b
Námskeiðið er 20 kennslustundir sem kennt í fjarnámi milli þjálfara 1.a og 1.c. Í þessum hluta er farið ítarlega í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. KKÍ þjálfari 1.b gildir sem 35% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Leikreglur:
Farið er í leikreglur með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa svo að standast reglupróf sem er aðeins bóklegt og gildir 20% af einkunn í KKÍ þjálfara 1. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.

Mótafyrirkomulag KKÍ:
Þjálfarar kynnast mótafyrirkomulagi með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf sem gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Saga körfuknattleiks:
Þjálfarar fá senda fyrirlestra um sögu körfuknattleiks. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf úr sögunni sem gildir 5% af heildareinkunn í KKÍ Þjálfara 1.

Tímaseðill:
Þjálfarar gera tímaseðil með FIBA Europe þjálfaraforritinu. Skila þarf inn tímaseðli fyrir 60 mínútna æfingu í minnibolta, á PDF skjali með tölvupósti á fræðslustjóra KKÍ. Verkefnið gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

KKÍ Þjálfari 1.c.
Er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Í lok námskeiðsins útskrifast þeir þjálfarar sem hafa staðist öll verkefni og próf og fá þjálfara réttindi KKÍ 1.

Föstudagur
17:00-17:40 Setning og krossapróf KKÍ 1.b
17:50-18:30 Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri Bóklegt
18:40-20:00 Skipulag þjálfunar, áætlunargerð, tímaseðlar Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Taktík – Liðssókn, 2 á 0, 3 á 0, 4 á 0 Verklegt
10:30-11:50 Hraðupphlaup (2 á 1, 3 á 2) Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Hreyfingar án bolta (Hlaup, hindranir o.fl.) Verklegt
14:00-15:20 Skottækni og fótavinna (framhald) Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-09:40 Vörn 1 á 1 Verklegt/bóklegt
09:40-11:00 Taktík - Liðsvörn maður á mann Verklegt/bóklegt
11:00-11:40 Skriflegt Lokapróf KKÍ 1 (20% tímaseðil) Bóklegt Próf
11:40-12:30 Matarhlé
12:30-14:00 Verklegt próf KKÍ (20% framkvæma æfingu af tímaseðli) Verklegt/bóklegt
14:00-15:20 Fyrirlestur þjálfaratýpur Bóklegt
15:30-16:00 Útskrift KKÍ Þjálfari 1

-------------------------------------------------------------------

Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1
sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2
sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3
sjá nánar hér

Drög að leyfiskerfi
sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Systurnar Guðrún og Sigrún Ámundadætur léku með liði UMSB á Landsmótinu sumarið 2007. Systurnar sem leika nú með KR eru uppaldar hjá liði Skallagríms í Borgarnesi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið