© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
17.10.2005 | Kristinn Óskarsson
Bakskríningar
Sælir lesendur góðir.

Nú upp á síðkastið hef ég í tvígang lent í skemmtilegum samræðum við þjálfara tveggja liða í efstu deild karla og nokkra leikmenn um bakskríningar. Þeir komu alveg af fjöllum þegar ég sagði þeim að um slíkar skríningar giltu önnur lögmál en um hinar hefðbundnu skríningar.

Skrín er hægt að setja á tvo vegu; þar sem sá sem skrína á sér skrínið eða þannig að hann á alls ekki möguleika á að sjá það (t.d. bakskrín). Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

A. Þegar skrín er sett innan sjónsviðs þess sem skrína á (jafnvel þó viðkomandi sjá ekki skrínið) er nóg að skrínarinn sé kyrr í eðlilegri stöðu þegar snerting verður, hvenær hann tók sér þá stöðu skiptir engu máli.

B. Þegar skrín er sett utan sjónsviðs þess sem skrína á, þarf að gefa honum möguleika á að sjá skrínið og bregðast við. Þannig er ekki nóg að skrínarinn sé kyrr í eðlilegri stöðu þegar snerting verður heldur skrínarinn að vera búinn að taka sér stöðu einu til tveimur skrefum frá þeim sem skrína á. Fjarlægðin fer eftir hraðanum á þeim sem skrína á. Því meiri hraði, því meiri vegalengd. Ef skrínarinn gefur þeim sem skrína á nægt rými er skríningin fullkomlega lögleg þó að sá sem lendir í skríninu sjái skrínarann aldrei. Honum var gefið sanngjarnt tækifæri á að sjá skrínið. Ef hinsvegar að skrínarinn tekur sér stöðu of nærri kann villa að vera dæmd á hann jafnvel þó að hann hafi verið algerlega kyrr og í löglegri stöðu þegar snertingin varð.

Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á bakskríningar eða skríningar utan sjónsviðs eins og við dómararnir köllum þær.

Kveðjur til ykkar allra,
Kristinn Óskarsson

Pistillinn birtist áður í október 2003 á KKDÍ.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Liðsfélagarnir Kesha Watson og Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík áttu frábært tímabil 2007-08. Birna var besta þriggja stiga skytta deildarinnar (44,0% nýting) en Kesha Watson var besta vítaskytta deildarinnar (84,4%). Fengu þær verðlaun sín í úrsltakeppni karla vorið 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið