© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
18.11.2005 | Björn Leósson
Ætlum í úrslitaleikinn - segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Fjölnis
Benedikt Guðmundsson þarf vart að kynna fyrir körfuboltaáhugamönnum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skipað sér á bekk með allra bestu þjálfurum landsins. Benedikt var valinn þjálfari ársins af leikmönnum og þjálfurum liða í Intersportdeildinni á lokahófi KKÍ á síðasta tímabili. Þá hefur hann einnig náð frábærum árangi með yngri flokka landslið Íslnands á undanförnum arum.

Heimasíða KKÍ setti sig í samband við Benna, eins og hann er jafnan kallaður, og spurði hann hversu lengi hann hefur stýrt Grafavogsliðinu.

Umgjörðin geysilega góð í Grafarvoginum
Ég er að hefja mitt þriðja tímabil með Fjölni. Ég tók við liðinu í 1. deild 2003 þannig að þetta er annað tímabilið í efstu deild og einnig aðeins annað tímabil félagsins í efstu deild. Ég þjálfaði áður KR og Grindavík í gamla daga á mínum unglingsárum. Hver er galdurinn á bak við þennan frábæra árangur sem þú hefur náð með Fjölnisliðið? Á bak við mig sem þjálfara er mjög öflug stjórn sem er búin að leggja mikið á sig til að búa til góða umgjörð í kringum liðið. Deildin er gríðarlega vel rekin og sami kjarni búinn að vera við stjórnvölin lengi. Ég fæ það svigrúm og frjálsræði sem ég þarf til að fara mínar eigin leiðir sem er mikilvægt fyrir mig því ég verð alltaf umdeildur þjálfari. Fyrir mér er það góða fólk sem starfar í kringum félagið aðalástæðan fyrir hversu vel hefur gengið hjá þessu unga félagi.


Powerade-bikarkeppnin á rétt á sér
Hvað finnst þér um Powerade-bikarkeppnina? Powerade-bikarinn er keppni sem er mjög sniðug. Að vera með í baráttu um titil á fyrri hluta tímabilsins er frábært. Hins vegar er ég persónulega á því að það eigi að spila 16-liða úrslitin fyrir 1. umferð Íslandsmótsins svo sé ekki verið að slíta það mikið í sundur. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir fer í undanúrslit og aðeins í annað sinn sem Fjölnir tekur þátt í þessari keppni. Þannig er það er mjög ánægjulegt fyrir svona ungt félag að vera komið svona langt í aðeins annarri tilraun.

Erfið ákvörðun með Jeb Ivey
Hvernig líst þér á byrjunina hjá ykkur? Tímabilið hefur farið vel af stað hjá okkur. Við vissum að það yrði erfitt að fylgja eftir síðasta vetri en eins og staðan er núna þá erum við komnir í Höllina aftur (komust í bikarúrslitin á síðasta keppnistímabili) og erum í 4. sæti í deildinni þannig það er erfitt að kvarta. Samt sem áður eigum við öll Suðurnesjaliðin eftir en þau virðast vera sterkust enn eitt árið og því margir erfiðir leikir framundan. Nú ákvaðst þú að nota ekki Jeb Ivey í vetur sem klárlega er einn besti leikmaður deildarinnar. Hvað kom til að þú hafðir ekki not fyrir hann?
Ég hafði svo sannarlega not fyrir hann, en þörfin fyrir stórum Kana var meiri. Við veltum fyrir okkur ýmsum leiðum til að geta haldið Ivey í vor en niðurstaðan varð sú að lána hann í Njarðvík einn vetur. Ivey er frábær leikmaður á báðum endum vallarins og smellpassaði í hópinn hjá okkur félagslega en eins og ég sagði þá þurftum við stóran Kana til þess að láta liðsheildina og jafnvægið í liðinu ganga upp. Ég fer ekkert leynt með það að þetta var gríðarlega erfið ákvörðun en í þjálfarastarfinu þarf að taka margar erfiðar ákvarðanir. Í kjölfarið töldum við okkur vera búnir að semja við Cameron Echols sem lék með KR síðastliðinn vetur en einhverja hluta vegna datt það upp fyrir.

Nánast nýtt KR-lið í kvöld
Nú mætið þið KR í fjögurra liða úrslitum. Þið biðuð lægri hlut fyrir þeim í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar á dögunum í jöfnum leik. Hvernig fer í kvöld? KR-liðið er gríðarlega sterkt. Þeir hafa fengið lykilmenn til baka eins og Fannar Ólafsson, Brynjar Björnsson og svo er gamli landsliðsmiðherjinn, Baldur Ólafsson, kominn aftur. Svo verður KR með nýjan Kana sem þeir binda miklar vonir við. Þarna eru fjórir lykilmenn sem voru ekki með gegn okkur síðast þannig að það má segja að við séum að spila við nýtt og mun sterkara KR-lið. Við hins vegar ætlum okkur ekkert annað en sigur og teljum okkur geta lagt hvaða lið sem er. Ég er ekki með tölur en við vinnum í hörkuleik.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Hauka í mb. 10 ára sem varð Íslandsmeistari vorið 2007. Úrslitamótið fór fram í Grindavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið