© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
13.10.2004 | Óskar Ó. Jónsson
Anna María Sveinsdóttir - fyrst í 300 deildarleiki
Anna María Sveinsdóttir leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta spilar tímamótaleik í kvöld þegar hún verður fyrsta körfuboltakonan til þess að spila 300 deildarleiki í efstu deild. Keflavíkurliðið tekur þá á móti nýliðum Hauka á Sunnubrautinni í Keflavík en þar hefur verið heimavöllur Önnu Maríu allan hennar feril í efstu deild sem spannar nú 19 tímabil. Anna María lék sinn fyrsta leik gegn KR 6. október 1985 þegar Keflavíkurliðið vann eins stigs sigur í sínum fyrsta leik í efstu deild. Síðan þá hefur Keflavík leikið 343 leiki í efstu deild, Anna María hefur verið með í 299 þeirra og verið þáttakandi í öllum 22 stóru titlum sem kvennalið félagsins hefur unnið.

300 (+8)
Anna María hefur átta leikja forskot á Hafdísi Helgadóttur hjá Ís sem lék sinn 292. deildarleik þegar ÍS vann Hauka í fyrsta leik sínum á tímabilinu. Sigrún Skarphéðinsdóttir hjá KR nálgast einnig 300. leikina en hún á að baki 287 leiki í efstu deild.

Flestir leikir í 1.deild kvenna:
(Til og með 12.10.2004)
299 Anna María Sveinsdóttir 1985-
292 Hafdís Elín Helgadóttir 1985-
287 Sigrún Skarphéðinsdóttir 1983-
264 Guðbjörg Norðfjörð 1986-2002
240 Linda Stefánsdóttir 1987-2002
214 Kristín Blöndal 1986-1993
201 Björg Hafsteinsdóttir 1985-1997

6.10.1985
Anna María lék sinn fyrsta leik í efstu deild í Hagaskóla fyrir rúmum 19 árum eða nánar til getið gegn KR 6. október 1985. Anna María skoraði 4 stig í leiknum og Keflavík vann með einu stigi, 31-30. Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur í efstu deild en Anna María hafði
stigið sín fyrstu spor með meistaraflokki í 2. deildinni árið áður, þá aðeins 15 ára gömul. Þess má geta að KR-liðið vann tvöfalt þennan vetur og þetta var eina tap liðsins á tímabilinu.

4720
Anna María hefur skorað 4720 stig í efstu deild og hún hefur 1412 stiga forskot á næstu konu sem er Lnda Stefánsdóttir. Anna María hefur þar með skorað 15,8 stig að meðaltali í leikjum sínum í efstu deild.

Flest stig í 1.deild kvenna:
(Til og með 12.10.2004)
4720 Anna María Sveinsdóttir 1985-
3308 Linda Stefánsdóttir 1987-2002
3122 Guðbjörg Norðfjörð 1986-2002
2794 Hafdís Elín Helgadóttir 1985-
2616 Birna Valgarðsdóttir 1992-
2599 Björg Hafsteinsdóttir 1985-1997
2501 Hanna Björg Kjartansdóttir 1991-2003
2221 Sigrún Skarphéðinsdóttir 1983-
2138 Erla Þorsteinsdóttir 1993-
2128 Alda Leif Jónsdóttir 1994-
2031 Kristín Blöndal 1986-1993
2030 Helga Þorvaldsdóttir 1992-2003

11+11
Anna María hefur unnið 22 stóra titla á ferlinum, hefur unnið 11 sinnum Íslandsmeistaratitilinn og 11 sinnum bikarmeistaratitilinn. Anna María á að baki níu tímabil sem tvöfaldur meistari síðast í fyrra þegar Keflavík vann alla fimm titla tímabilsins fyrst allra kvennaliða.

Stórir titlar Önnu Maríu Sveinsdóttur:
1986
1987
1988 Íslands- og bikarmeistari
1989 Íslands- og bikarmeistari
1990 Íslands- og bikarmeistari
1991
1992 Íslandsmeistari
1993 Íslands- og bikarmeistari
1994 Íslands- og bikarmeistari
1995 Bikarmeistari
1996 Íslands- og bikarmeistari
1997 Bikarmeistari
1998 Íslands- og bikarmeistari
1999
2000 Íslands- og bikarmeistari
2001
2002
2003 Íslandsmeistari
2004 Íslands- og bikarmeistari

36
Anna María hefur alls unnið 36 titla með Keflavík á þessum 19 árum, 11 Íslandsmeistaratitla, 11 bikarmeistaratitla, 8 deildarmeistaratitla, 2 fyrirtækjabikara og meistarakeppni KKÍ 4 sinnum.

6
Anna María hefur sex sinnum verið kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum deildarinnar. Anna María var valin best þrisvar sinnum tvö ár í röð, 1988-89, 1994-95 og 1998-99. Linda Jónsdóttir kemur henni næst en hún var þrisvar sinnum valin best á sínum ferli.

10
Anna María hefur 10 sinnum verið kosin í úrvalslið Íslandsmótsins af leikmönnum deildarinnar. Hún var valin í liðið fimm fyrstu árins sem það var valið, 1988-1992 og svo önnur fimm ár í röð á árunum 11995-1999. Anna María hefur ekki verið valin í liðið síðan þá.

14
Anna María skoraði yfir tíu stig að meðaltali 14 tímabil í röð á áárunum 1986 til 2000. Hún varð sex sinnum stigahæsti leikmaður ddeildarinnar á þessu tímabili, 1988-1992 og svo síðasta 1998 þegar hún var spilandi þjálfari með Keflavíkurliðinu.

24,0
Anna María hefur mest skorað 24 stig að meðaltali á einu tímabili en það gerði hún veturinn 1990-91. Anna María byrjaði reyndar tímabilið með írska liðinu Brunell frá Cork en lék aðeins einn leik og kom síðan heim þar sem hún skoraði 312 stig í 13 leikjum.

11
Anna María hefur leikið leikina 299 gegn 11 félögum, flest gegn KR eða alls 55 en hún hefur einnig leikið yfir 50 leiki gegn ÍS (52) og Grindavík (52). Anna María hefur verið í sigurliði í 50 af þessum 52 leikjum gegn nágrönnunum úr Grindavík.

Flestir leikir gegn einu félagi:
KR 55 leikir (36 sigrar - 19 töp)
Grindavík 52 (50-2)
ÍS 52 (39-13)
ÍR 43 (41-2)
Njarðvík 37 (33-4)
Haukar 23 (18-5)
Tindastóll 13 (13-0)
Breiðablik 8 (6-2)
Valur 8 (8-0)
KFÍ 6 (6-0)
ÍA 2 (2-0)

845
Önnu Maríu hefur gengið vel gegn Grindavík því hún hefur skorað 845 af 4720 stigum sínum gegn Grindavík eða 16,3 stig að meðaltali í leik. Hæsta meðalskor hennar er hinsvegar í átta leikjum gegn Breiðabliki en í þeim skoraði hún 20,4 stig í leik. Lægsta meðalskor hennar er gegn KFÍ eða 9,7 stig í leik.

Flest stig gegn einu félagi:
Grindavík 845 stig (16.3 í leik)
ÍR 802 (18,7)
ÍS 759 (14,6)
KR 729 (13,3)
Njarðvík 538 (14,5)
Haukar 387 (16,8)
Tindastóll 241 (18.5)
Breiðablik 163 (20,4)
Valur 160 (20,0)
KFÍ 58 (9,7)
ÍA 38 (19,0)

84
Anna María hefur spilað flesta deildarleikina undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar eða alls 84. Anna María hefur sjálf verið spilandi þjálfari í 63 af leikjunum 299 og 35 leiki lék hún undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar en hjá honum varð hún fyrst Íslandsmeistari vorið 1988. Sverrir Þór Sverisson, núrverandi þjálfari kvennaliðs Keflavíkur er tíundi þjálfarinn sem hún spilar fyrir í efstu deild.

Flestir leikir undir stjórn eins þjálfara:
Sigurður Ingimundarson 84 leikir (77 sigrar - 7 töp, 92%) 18,0 stig í leik
Anna María Sveinsdóttir 63 (47-16, 75%) 12,1
Jón Kr. Gíslason 35 (30-5, 86%) 16,9
Falur Harðarson 29 (25-4, 86%) 23,1
Guðbrandur Stefánsson 28 (18-10, 64%) 12,1
Kristinn Einarsson 20 (18-2, 90%) 12,6
Hjörtur Harðarson 19 (16-3, 84%) 12,5
Jón Guðmundsson 18 (18-0, 100%) 16,9
John Weargson 2 (2-0, 100%) 20,0
Sverrir Þór Sverrisson 1 (1-0, 100%) 6,0

60
Engin kona hefur leikið fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd en Anna María sem lék sinn 60. og síðasta landsleik í úrslitaleik Promotion Cup í sumar en Anna María skoraði 17 stig á 23 mínútum í leiknum og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Birna Valgarðsdóttir hefur leikið næstmest eða 57 leiki og er því líkleg til að bæta met Önnu Maríu á næsta ári.

759
Anna María hefur skorað 759 stig í landsleikjunum sínum 60 sem gera 12,6 stig að meðaltali í landsleik. Engin önnur kona hefur skorað meira en 500 stig en Birna Valgarðsdóttir kemur henni næst með 447 stig.

201
Enginn íslenskur leikmaður hefur skorað fleiri stig í bikarúrslitum en Anna María. Anna María hefur skorað 201 stig í 13 úrslitaleikjum eða 15,5 að meðaltali. Anna María hefur skorað tveimur stigum meira en Teitur Örlygsson sem hefur skorað mest karlanna. Anna María hefur fjórum sinnum skorað yfir 20 stig í bikarúrslitaleik, mest 24 í tapleik 1992 og hún skoraði í tíunda sinn yfir tíu stig í úrslitaleik þegar hún skoraði 14 stig í sigri Keflavíkur á KR í bikarúrslitaleik síðasta tímabils.

421 og 792
Anna María hefur leikið 52 leiki í úrslitakeppni og 29 úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Enginn leikmaður hefur skorað meira í úrslitakeppni kvenna (792) né í lokaúrslitum um titilinn (421).
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla 1998 eftir úrslitaeinvígi við KR. Aftari röð frá vinstri, Brynjar Ásmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey Sessoms, Ægir Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson með dóttur sína Ernu Lind í fanginu, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið