S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
13.2.2003 | Óskar Ó. Jónsson
Teitur Örlygsson - fyrstur í 400 úrvalsdeildarleiki
400, +3 Teitur hefur fjögurra leikja forskot á Val Ingimundarson, spilandi þjálfara Skallagríms, sem mun að öllum líkindum leika sinn 397. leik gegn KR annað kvöld. Í þriðja sæti er síðan Guðjón Skúlason sem hefur leikið 392 leiki í úrvalsdeild. Flestir leikir í úrvalsdeild: 400 leikir - Teitur Örlygsson (Njarðvík, 1983-) 396 - Valur Ingimundarson (Njarðvík, Tindastóll, Skallagrímur, 1979-) 392 - Guðjón Skúlason (Keflavík, Grindavík, 1983-) 335 - Marel Guðlaugsson (Grindavík, KR, Haukar, 1988-) 331 - Jón Arnar Ingvarsson (Haukar, Breiðablik, 1988-) 327 - Friðrik Ragnarsson (Njarðvík, KR, 1988-) 321 - Guðmundur Bragason (Grindavík, Haukar, 1987- 319 - Tómas Holton (Valur, Skallagrímur, 1982-2000) 316 - Birgir Mikaelsson (KR, Skallagrímur, Snæfell, Breiðablik, 1981-2001) 307 - Jón Kr. Gíslason (Keflavík, Grindavík, 1982-1997) 15.12.1983 Teitur Örlygsson fær sinn fyrsta leik skráðan þegar hann situr á bekknum 76-64 sigri Njarðvíkinga á Haukum í Ljónagryfjunni. Með Teiti í liðinu eru þeir Ástþór Ingason, Kristinn Einarsson, Ingimar Jónsson, Júlíus H. Valgeirsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Gunnar Þorvarðarson, Valur Ingimundarson og bróðir hans Sturla Örlygsson sem er stigahæstur Njarðvikinga með 19 stig. Teitur er í treyju númer sex en í "peysunni hans" númer 11 er Júlíus H. Valgeirsson. 11.03.1984 Teitur Örlygsson skorar sín fyrstu stig í úrvalsdeild í 81-88 tapi Njarðvíkur gegn ÍR í Seljaskóla. Teitur sem skorar 10 stig í leiknum leikur í treyju númer 15 og leysir þar af Val Ingimundarson sem hafi meiðst illa á ökkla sem orsakaði það að hann missti af allri úrslitakeppninni um vorið. 10+7 Teitur Örlygsson hefur 10 sinnum orðið Íslandsmeistari í körfubolta með Njarðvík og í öll skiptin eftir að hafa farið í gegnum úrslitakeppni. Agnar Friðriksson hjá ÍR varð einnig Íslandsmeistari í 10 skipti í gömlu 1. deildinni frá 1962-1977 en enginn leikmaður hefur unnið oftar titilinn í úrvalsdeild. Auk þessa hefur Teitur unnið bikarinn sjö sinnum og því alls 17 stóra titla á þeim 19 tímabilum sem hann hefur leikið á Íslandi. Stórir titlar Teits Örlygssonar: 1984 Íslandsmeistari 1985 Íslandsmeistari 1986 Íslandsmeistari 1987 Íslands- og bikarmeistari 1988 Bikarmeistari 1989 Bikarmeistari 1990 Bikarmeistari 1991 Íslandsmeistari 1992 Bikarmeistari 1993 1994 Íslandsmeistari 1995 Íslandsmeistari 1996 1997 1998 Íslandsmeistari 1999 Bikarmeistari 2000 2001 Íslandsmeistari 2002 Íslands- og bikarmeistari 621 og 199 Teitur Örlygsson er jafnan bestur á úrslitastundu og það sést líka vel á tölfræðinni því enginn hefur skorað fleiri stig í lokaúrslitum um íslandsmeistaratitlinn eða í bikarúrslitaleikjum í Höllinni. Alls hefur Teitur skorað 621 stig í 42 úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitlinn og 199 stig í 10 bikarúrslitaleikjum. 315 - 78,8% Teitur Örlygsson hefur verið í sigurliði í 315 úrvalsdeildarleikjum oftar en nokkur maður og er Teitur sá eini sem hefur brotið 300 sigra múrinn. Næstur honum í sigurleikjum kemur Guðjón Skúlason sem hefur verið í sigurliði í 279 leikjum. Teitur státar því af 78,8% sigurhlutfalli sem leikmaður (hefur lækkað um 0,6% í vetur) en þjálfari hans í dag Friðrik Ragnarsson vann 259 af 327 leikjum sínum sem leikmaður eða 79,2% þeirra. 19 Teitur Örlygsson hefur leikið leikina 400 gegn 19 liðum í úrvalsdeild en flesta hefur hann þó leikið gegn Haukum eða alls 51. Teitur státar af yfir 80% sigurhlutfalli gegn 14 af þessum 19 liðum en verst hefur honum gengið með Grindavík en gegn þeim hefur Teitur "aðeins" unnið 19 af 32 leikjum eða 59,4% þeirra. Leikurinn hans gegn Snæfelli verður hans 20. gegn Hólmurum. Mótherjar Teits í úrvalsdeild: 51 leikir - Haukar (38 sigrar - 74,5% sigurhlutfall, 15,5 stig í leik) 49 - KR (33 sigrar - 67,3% sigurhlutfall - 14,9 stig) 39 - Keflavík (25 sigrar - 64,1% sigurhlutfall - 16,0 stig) 38 - Valur (30 sigrar - 78,9% sigurhlutfall - 14,0 stig) 35 - Tindastóll (28 sigrar - 80% sigurhlutfall - 17,2 stig) 32 - Grindavík (19 sigrar - 59,4% sigurhlutfall - 18,1 stig) 29 - ÍR (26 sigrar - 89,7% sigurhlutfall - 16,3 stig) 29 - Þór Ak. (28 sigrar - 96,6% sigurhlutfall - 16,0 stig) 24 - Skallagrímur (22 sigrar - 91,7% sigurhlutfall - 18,6 stig) 20 - Snæfelli (18 sigrar - 90% sigurhlutfall - 16,4 stig) 13 - Breiðablik (11 sigrar - 84,6% sigurhlutfall - 16,6 stig) 13 - ÍA (11 sigrar - 84,6% sigurhlutfall - 17,7 stig) 8 - KFÍ (7 sigrar - 87,5% sigurhlutfall - 18,6 stig) 7 - ÍS (7 sigrar - 100% sigurhlutfall - 11,1 stig) 6 - Hamar (5 sigrar - 83,3% sigurhlutfall - 15,2 stig) 3 - Fram (3 sigrar - 100% sigurhlutfall - 20,0 stig) 2 - Valur/Fjölnir (2 sigrar - 100% sigurhlutfall - 23,0 stig) 1 - Reynir Sandgerði (1 sigur - 100% sigurhlutfall - 30,0 stig) 1 - Stjarnan (1 sigur - 100% sigurhlutfall - 11,0 stig) 86,6% Teitur hefur leikið 202 af 400 leikjum sínum í úrvalsdeild í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefur Njarðvík unnið 175 þeirra eða alls 86,6%. Teitur hefur oftast tapað fyrir KR á heimavelli eða sex sinnum (í 26 leikjum) en gegn 12 af þeim 19 liðum sem hann hefur mætt í Ljónagryfjunni státar Teitur af yfir 90% sigurhlutfalli. Teitur hefur skorað 3383 stig í Ljónagryfjunni í úrvalsdeild eða 16,8 að meðaltali. 115 Teitur Örlygsson hefur leikið flesta af þessum 400 leikjum undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar eða 29% þeirra. Það merkilega er að Frirðik Ingi er einu ári yngri en Teitur, fæddur 1968, en Teitur er fæddur 9. janúar 1967 og er því nýorðinn 36 ára. Alls hafa níu þjálfara stjórnað Teiti á leið hans að 400. leiknum og þar af hefur hann sjálfur stjórnað sér í 38 leikjum þar af 21 þeirra í samstarfi við núverandi þjálfara hans og Njarðvíkurliðsins, Friðrik Ragnarsson. Þessir hafa stjórnað Teiti í úrvalsdeild: 115 - Friðrik Ingi Rúnarsson ( 89 sigrar - 77,4% sigurhlutfall) 91 - Valur Ingimundarson ( 80 sigrar - 87,9% sigurhlutfall) 38 - Gunnar Þorvarðarson ( 31 sigur - 81,6% sigurhlutfall) 32 - Hrannar Hólm (28 sigrar - 87,5% sigurhlutfall) 28 - Friðrik Ragnarsson (18 sigrar - 64,3% sigurhlutfall) 26 - Chris Fadness (22 sigrar - 84,6% sigurhlutfall) 23 - Patrick Releford (19 sigrar - 82,6% sigurhlutfall) 21 - Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson (15 sigrar - 71,4% sigurhlutfall) 17 - Teitur Örlygsson (9 sigrar - 52,9% sigurhlutfall) 9 - Paul Colton (4 sigrar - 44,4% sigurhlutfall) 1989-2000 Frá árunum 1989 til 2000 má segja að Teitur Örlygsson hafi verið besti körfuboltamaður landsins. Á þessum 11 árum var Teitur fjórum sinnum kosinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar (1989, 1992, 1996 og 2000) og var jafnframt 11 sinnum í liði ársins. Teitur var í liði ársins öll tímabilin nema 1996-97 þegar hann lék sem atvinnnumaður með Larissa í Grikklandi. Enginn leikmaður í karlaflokki hefur verið oftar valinn leikmaður ársins eða kosinn í lið ársins. Grikklandsárið: Eins og fram kemur hér að ofan lék Teitur í grísku 1. deildinni A1, tímabilið 1996-97 með liðinu Larissa. Alls lék Teitur 25 leiki í deildinni. Tölfræði Teits hjá Larissa: Leikir 25, Mín 333 2R 17 2H 11 2N% 64,7 3H 18 3R 70 3N% 25,7% VH 6 VR 9 VN% 66,7 SF 4 VF 13 HF 17 STO 13 VI xx BT 27 BN 15 VS 2 STIG 82. Meðaltöl: STIG 3,3 SF 0,2 VH 0,5 HF 0,7 STO 0,5 VI xx BT 1,1 BN 0,6 VS 0,1 MÍN 13,3. Flest stig í leik: 12 stig gegn Peiraikos 19.10. 1996 í 64-67 sigri Larissa. 118, 1986-2000 Teitur Örlygsson lék alls 118 landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1986 til 2000. Hann skipar sjöunda sætið á listanum yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta landsleiki og er einn af 10 sem hafa náð að leika hundrað leiki. Flestir landsleikir fyrir Íslands hönd: 1. Valur Ingimundarson (1980-95) 164 2. Guðmundur Bragason (1987-2000) 161 3. Jón Kr. Gíslason (1982-95) 158 4. Torfi Magnússon (1974-87) 131 5. Guðjón Skúlason (1988-99) 122 6. Jón Sigurðsson (1968-84) 120 7. Teitur Örlygsson (1986-2000) 118 8. Herbert Arnarson (1991-2001) 108 9. Falur Harðarson (1989-00) 106 10. Jón Arnar Ingvarsson (1990-2000) 102 41+16+10+11 Teitur Örlygsson hefur náð að setja glæsileg persónuleg met í tölfræðinni á þeim 19 tímabilum sem hann hefur leikið í úrvalsdeild. Mest hefur Teitur skorað 41 stig í einum leik en það gerði hann á Sauðárkróki 7. janúar 1992 í 106-108 tapi gegn Tindastól. Teitur hitti úr 15 af 18 skotum sínum í leiknum, þar af úr 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna og gaf 6 stoðsendingar að auki. Þá hefur Teitur náð að taka 16 fráköst, gefa 10 stoðsendingar og stela 11 boltum í einum leik þó að hann hafi aldrei náð þrefaldri tvennu á ferlinum. Helstu persónuleg met Teits í úrvalsdeild: Flest stig: 41 - gegn Tindastóli á Sauðárkróki 7.01.1992 40 - gegn Skallagrími í Njarðvík 2.03.1995 39 - gegn Keflavík í Keflavík 5.10.1995 Flest fráköst: 16 - gegn Tindastóli á Sauðárkróki 28.11.1989 13 - gegn Val á Hlíðarenda 8.11.1988 12 - gegn Grindavík í Njarðvík 17.10.1989 Flestar stoðsendingar: 10 - gegn Keflavík í Njarðvík 22.2.1996 10 - gegn Val á Hlíðarenda 30.10.1997 Flestir stolnir boltar: 11 - gegn Grindavík í Njarðvík 13.11.1988 9 - gegn KR í Njarðvík 7.1.1994 Flestar þriggja stiga körfur: 8 - gegn Keflavík í Njarðvík 1.10.1998 |