© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
6.4.2002 | Óskar Ó. Jónsson
Tölurnar sem skiptu máli í öðrum leik ÍS og KR
ÍS vann KR öðru sinni 75-78 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum kvenna en leikurinn fór fram í Íþróttahúsi KR í Frostaskjóli. Hér á eftir fara tölurnar sem skiptu mestu máli í leiknum.

1 Í fyrsta sinn í sögu lokaúrslita úrslitakeppni kvenna fór annar leikur í röð í framlengingu. Alls hafa nú fimm leikir verið framlengdir í sögu úrslitakeppni kvenna frá 1993 og aldrei fleiri en einn í hverju einvígi þar til nú. Þegar fyrri leikur ÍS og KR var framlengdur var það fyrsta framlengingin í fjögur ár í lokaúrslitum kvenna. KR hefur leikið alla fimm framlengda leiki sögunnar og beðið ósigur í fjórum þeirra en allir hafa þessir leikir farið fram í Reykjavík.

20 + 9 + 9 + 8 + 4 Alda Leif Jónsdóttir hjá ÍS var aðeins einu frákasti, einum stolnum bolta og tveimur stoðsendingum frá því að verða fyrsta konan í sögunni til að ná fjórfaldri tvennu í lokaúrslitunum. Alda Leif var með 20 stig, 9 fráköst, 9 stolna bolta og átta stoðsendingar auk þess að verja fjögur skot.

10 Stúdínur unnu þarna sinn tíunda leik í röð og er ÍS taplaust síðustu tvo mánuði eða í 6 deildarleikjum og fjórum leikjum í úrslitakeppninni. Síðasta tap ÍS var 2. febrúar þegar liðið tapaði 68-37 fyrir KR í KR-húsinu.

+24 KR-liðið tók fjögur fleiri fráköst en ÍS í leiknum og bættu Stúdínur sig þar með um 24 fráköst frá því í fyrsta leiknum þegar KR tók 28 fráköstum fleira.ÍS vann meðal annars fráköstin í fjórða leikhluta og framlengingu 15-12.

52,9% Meadow Overstreet hefur gert alls níu þriggja stiga körfur í einvíginu til þessa eða 4,5 að meðaltali. Overstreet hefur hitt úr 52,9% þriggja stiga skota sinna. Þrátt fyrir að Overstreet hafi aðeins lokið tveimur leikjum í lokaúrslitunum er hún þegar komin í sjötta sætið yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum á einu tímabilið. Björg Hafsteinsdóttir úr Keflavík á þar bæði metin, skoraði 15 þriggja stiga körfur í fimm leikjum 1994 og 3,3 að meðaltali í þriggja leikja einvígi 1993.

- 5,7% KR-liðið nýtti tveggja stiga skotin sín verr en þau sem liðið tók fyrir utan þriggja stiga línuna. KR var með 5,7% betri skotnýtingu í þriggja stiga skotum og setti meðal annars niður fjögur af síðustu átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

30 KR-liðið hefur tapað 30 boltum í fyrri hálfleik í leikjunum tveimur, 17 í fyrsta leiknum og síðan 13 í leik tvö. KR hefur aftur á móti tapað aðeins 20 boltum í seinni hálfleik og framlengingum. Alda Leif Jónsdóttir hefur stolið tíu boltum af KR-liðinu í fyrri hálfleikjum þessarra tveggja leikja.

17 KR gerði 17 stig í röð í þriðja leikhluta þegar KR-stelpur breyttu stöðunni úr 30-45 fyrir í ÍS í 47-45 fyrir KR. Helga Þorvaldsdóttir gerði átta af þessum 17 stigum og Carrie Coffman var með fjögur.

16 Alda Leif Jónsdóttir stal níu boltum af KR-stelpum í leiknum og bætti þar með metið í einum leik í lokaúrslitum úrslitakeppni kvenna. Metið áttu áður þrjár stúlkur, Linda Stefánsdóttir með KR gegn Keflavík 28/3/1998, Jennifer Boucek með Keflavík gegn KR 21/3/1998 og Helga Þorvaldsdóttir með KR gegn Grindavík 24/3/1997. Alda Leif er alls búin að stela 16 boltum af KR-liðinu í þessum tveimur leikjum eða átta að meðaltali í leik.

12 ÍS skoraði ekki körfu í 12 mínútur í þriðja og fjórða leikhluta en á meðan gerði KR 21 stig og komst yfir í 51-46. Jófríður Halldórsdóttir braut loks ísinn fyrir ÍS á fjórðu mínútu fjórða leikhluta.

3 Jófríður Halldórsdóttir hjá ÍS tók þrjú af fjórum sóknarfráköstum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu og öll töldu þessi sóknarfráköst mikið á lokakaflanum.

4/3 Guðbjörg Norðfjörð hjá KR hafði hitt úr þremur af síðustu fjórum skotum sínum þar af báðum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hún fékk sína fimmtu villu tveimur mínútum fyrir leikslok. Guðbjörg lék aðeins í 20 mínútur í leiknum vegna villuvandræða en hún hefur fengið tíu villur af tíu mögulegum í einvíginu til þessa.

19 Meadow Overstreet hefur gert 19 þriggja stiga körfur í þeim fimm leikjum sem hún hefur leikið með ÍS eða rétt tæpar fjórar að meðaltali í leik. Overstreet hefur hitt úr 45,2% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna og er með 23,8 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn Breiðabliks fagna ægilega eftir frækinn sigur á Valsmönnum í toppbaráttu 1. deildar karla í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið