S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
3.4.2002 | Óskar Ó. Jónsson
Tölurnar úr fyrsta leik ÍS og KR í lokaúrslitum kvenna
ÍS vann KR 86-82 í fyrsta leik lokaúrslita kvenna í Íþróttahúsi Kennaraháskólans. Hér á eftir fara tölurnar sem skiptu mestu máli í leiknum.
33-3-5 : 6-5-0 Það var mikill munur á framlagi bandarísku leikmanna liðanna í leiknum. Meadow Overstreet hjá ÍS var með 33 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar en Carrie Coffman var með 6 stig, 5 fráköst og enga stoðsendingu á þeim 15 mínútum sem hún lék í leiknum. Overstreet skoraði 27 fleiri stig og gaf 5 fleiri stoðsendingar. 9 Stúdínur unnu þarna sinn níunda leik í röð og er ÍS taplaust síðustu tvo mánuði eða í 6 deildarleikjum og þremur leikjum í úrslitakeppninni. Síðasta tap ÍS var 2. febrúar þegar liðið tapaði 68-37 fyrir KR í KR-húsinu. +28 KR-liðið tók 28 fleiri fráköst í ÍS í leiknum og fjórir frákastahæstu leikmenn vallarsins voru í KR-liðinu (Guðbjörg Norðfjörð 15, Hildur Sigurðardóttir 13, Gréta María Grétarsdóttir 10, Kristín Björk Jónsdóttir 7). KR vann fráköstin í öllum fimm leikhlutunum, 13-4 í fyrsta leikhluta, 14-7 í öðrum leikhluta, 9-7 í þriðja leikhluta, 13-6 í fjórða leikhluta og 9-6 í framlengingu. 16 Meadow Overstreet hefur gert 16 þriggja stiga körfur í þeim fjórum leikjum sem hún hefur leikið með ÍS eða fjórar að meðaltali í leik. Overstreet hefur hitt úr 45,7% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna og er með 24 stig og 5 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum. 18/17 Meadow Overstreet (10/9) og Alda Leif Jónsdóttir (8/8) hittu úr 17 af 18 vítum sínum í leiknum eða 94% og gerðu alls 53 af 86 stigum ÍS eða 61% þeirra. 28 + 15 + 9 + 5 Guðbjörg Norðfjörð átti frábæran leik hjá KR eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í einvíginu gegn Keflavík. Guðbjörg skoraði 18 stigum meira (28) og tók sex fleiri fráköst (15) í þessum leik en á þeim 70 mínútum sem hún spilaði í þremur leikjum gegn Keflavík í undanúrslitunum. Guðbjörg var að auki með 9 fiskaðar villur og fimm stoðsendingar auk þess að jafna leikinn og tryggja KR framlengingu með þriggja stiga flautukörfu. 13/2 KR hitti aðeins úr 2 af 13 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleik og báðar þriggja stiga körfurnar komu á síðustu átta sekúndum venjulegs leiktíma. 23-5 KR tók alls 23 sóknarfráköst eða alls 18 fleiri en ÍS-liðið. KR tók 11 sóknarfráköst síðustu 15 mínútur leiksins, það er í fjórða leikhluta og í framlengingu en á þeim tíma tóku Stúdínur ekkert sóknarfráköst. Tveir leikmenn KR, Kristín Björk Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir tóku jafnmörg sóknarfráköst og allt ÍS-liðið eða fimm hvor. 5 Tveir frákastahæstu leikmenn ÍS-liðsins, þær Lovísa Guðmundsdóttir (8,9 fráköst að meðaltali í vetur fyrir leikinn) og Hafdís Helgadóttir (7,4) tóku aðeins fimm fráköst saman í leiknum þar af aðeins tvö í fyrri hálfleik. Alda Leif Jónsdóttir, leikstjórnandi ÍS-liðsins tók einu frákasti meira en þær til samans í leiknum. -14 og -17 KR-liðið hefur komið sér á ótrúlegan hátt aftur inn í síðustu tvo leiki. KR var 14 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir í oddaleiknum gegn Keflavík en með því að skora fimmtán síðustu stigin tryggðu þær sér sigur. KR náði síðan að vinna 17 stiga forskot Stúdína síðustu sjö mínútur leiksins og tryggja sér þar með framlengingu. 3 KR-liðið hefur gert þrjár þriggja stiga körfur á síðustu sekúndunum í tveimur undanförnum leikjum. Gréta María Grétarsdóttir skoraði flautukörfu á síðustu sekúndu oddaleiksins gegn Keflavík í undanúrslitunum og hún og Guðbjörg Norðfjörð gerðu báðar þriggja stiga körfur á síðustu átta sekúndum fyrsta leiksins gegn ÍS. 23 KR-liðið tapaði 23 boltum á fyrstu 30 mínútum leiksins en aðeins 4 á síðustu 15 mínútunum. Stúdínur stálu 13 boltum af KR-liðinu fyrsta hálftíma leiksins. 7 Alda Leif Jónsdóttir stal sjö boltum af KR-stelpum í leiknum og var aðeins einum stolnum bolta frá metinu í lokaúrslitum úrslitakeppni kvenna og það þrátt fyrir að leika ekkert síðustu 8:49 mínútur leiksins þar sem hún var komin með fimm villur. Alda Leif stal 6 boltum í fyrri hálfleik. 4/4 Meadow Overstreet hjá ÍS hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og gerði 14 af 26 stigum ÍS í fyrsta leikhluta. 5 Kristín Björk Jónsdóttir tók fimm sóknarfráköst í fjórða leikhluta og í framlengingunni og hún tók jafnframt öll sín sjö fráköst í leiknum á þessum síðustu fimmtán mínúturm leiksins en hún lék 13 af þessum mínútum. 4 ÍS fékk á sig fjögur sóknarbrot í leiknum þar af voru fimmta villa Hafdísar Helgadóttur og fimmta villa Öldu Leifar Jónsdóttur báðar í sókn en Alda Leif fékk tvisvar dæmdan á sig ruðning í leiknum. 63,3% og 92,9% Alda Leif Jónsdóttir hjá ÍS hefur hitt úr 63,3% skota sinn og 92,9% víta sinna í úrslitakeppninni til þessa. Alda Leif er með 18,3 stig, 6,7 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þessum þremur leikjum. 17-12 ÍS fékk 17 stig frá bekknum í leiknum eða fimm stigum fleira en KR-liðið. Átta af 25 stigum ÍS í fjórða leikhluta og framlengingu komu frá varamannabekknum þar af gerði Svana Bjarnadóttir sex þeirra. ÍS fékk einnig fleiri fráköst (11-8), fleiri stoðsendingar (4-0) og fleiri mínútur (64-43) frá bekknum í leiknum. |